Umhverfisnefnd/Staðardagskrá 21

16. september 2009 kl. 08:15

í fundarherbergi 3ju hæð, Strandgötu 6

Fundur 148

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir Landslagsarkitekt , Skipulags- og byggingarsviði Hafnarfjarðar
  1. Almenn erindi

    • 0908042 – Krýsuvík, jarðskálftamælir, uppsetning

      Prófessor Ólafur Guðmundsson óskar með tölvupósti dags. 07.08.2009 eftir að setja upp jarðskjálftamæli í Krýsuvík. Jarðskjálftamælirinn yrði hluti af allt að 30 mæla neti sem nær frá Þingvallasveit í austri og vestur að Reykjanestá. Ætlunin er að reka mælanetið í a.m.k. 2 ár sem hluta af samvinnuverkefni Háskólans í Reykjavík, Uppsalaháskóla í Svíþjóð og MIT í Bandaríkjunum. Málið var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.08.09 og var vísað í umhverfisnefnd/sd21.

      <DIV&gt;Umhverfisnefnd / sd 21 tekur jákvætt í erindið að því gefnu að svæðinu verði skilað í&nbsp;viðunandi ástandi&nbsp;að loknum mælingum og að allur frágangur verði til fyrimyndar við uppsetningu. </DIV&gt;

    • 0909101 – Krýsuvík, stækkun beitarhólfs fyrir sauðfé

      Lögð fram tillaga að stækkun beitarhólfs í Krýsuvík. Tillagan kemur í kjölfar færslu fjárréttarinnar sunnan megin við Suðurstrandaveg.

      <DIV&gt;Umhverfisnefnd /sd 21 tekur jákvætt í stækkun beitarhólfsins til vesturs.&nbsp; Nefndin vill þó undirstrika að fjáreigendur stofni með sér fjáreigendafélag og taki þar með þátt í uppgræðslustarfi og viðhaldi réttarinnar. </DIV&gt;

    • 0909102 – Trjábæklingur, kynning

      Davíð Arnar Stefánsson varaformaður umhverfisnefndar/sd 21 mun kynna trjábækling sem gefin var út á Akureyri. Lagt er til að Hafnarfjarðarbær gefi út svipaðan bækling þar sem merkileg tré í bænum eru skrásett og kortlögð með upplýsingum um tegund, uppruna og sögu.

      <DIV&gt;Umhverfisnefnd sd 21 tekur jákvætt í verkefnið og felur staðardagsskráfulltrúa að gera kosnaðarathuganir.</DIV&gt;

Ábendingagátt