Undirbúningshópur umferðarmála

25. janúar 2013 kl. 10:30

í fundarherbergi framkvæmdasviðs, Norðurhellu 2

Fundur 65

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
  1. Almenn erindi

    • 1211055 – Hraðamælingar með ómerktri lögreglubifreið í Hafnarfirði 2012

      Lagðar fram hraðamælingar lögreglunnar 2012.Jafnframt veltir lögreglan því upp að skoðað verði að hækka hámarkshraða á völdum stöðum eða fara í ráðstafanir til að koma í veg fyrir hraðakstur.

      UHU felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að skoða mögulegar aðgerðir til lækkunar á meðalhraða í þeim götum þar sem brotahlutfall er yfir ásættanlegu marki.

    • 1212214 – Flatahraun - gönguljós

      Lagt fram erindi Listdansskóla Hafnarfjarðar varðandi ósk um að sett verði gönguljós á Flatahraun austan FH-torgs.

      UHU telur að vegna nálægðar við hringtorgið sé ekki forsendur til þessa að setja gönguljós á þessum stað en erindið verði skoðað í tengslum við deiliskipulagið á svæðinu. UHU felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að yfirfara merkingar við gönguleiðina.

    • 1212134 – Hraunbrún - umferðarhraði

      Lagt fram erindi varðandi umferðarhraða á Hraunbrún.

      UHU samþykkir að sett verði hraðahindrun í Hraunbrúnina á milli Hrauntungu og Norðurbrautar. Jafnframt verði skoðað að gera þær framkvæmdir sem deiliskipulagið sýnir á þessum stað.

    • 1208486 – Breiðvangur, akstur Strætó

      Lögð fram bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem óskað er eftir því við Skipulags- og byggingarráð að það komi með tillögur um hvernig hægt sé að bæta umferðaröryggi gangandi vegfaranda við Hjallabrautina. Lögð fram úttekt Eflu á Hjallabraut sem gerð var 2010.

      UHU vísar þessu til frekari skoðunar í tengslum við skipulagsvinnu í Norðurbænum.

    • 1301618 – Víðistaðaskóli - öryggi aðkoma að skólanum

      Lagt fram erindi skólastjóra Víðistaðaskóla varðandi lýsingu við skólann og umferðarhraða á Hjallabraut.

      UHU felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að skoða lýsinguna við skólann. UHU leggur til að girt verði við gönguleiðina yfir að Hjallabraut 33. UHU samþykkir að umferðarhraði verði mældur austan Miðvangs.

    • 1301341 – Hamraberg - umferð

      Lagt fram erindi Maríu K Ingvarsdóttur varðandi umferðina um Hamraberg og tillögu hennar um að gera Hamraberg að botnlanga.

      Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem umrædd tenging er ein af tveim aðalleiðum úr hverfinu og gegnir mikilvægu hlutverki í grunngatnakerfi hverfisins.

    • 1301638 – Lækjargata - umferðarmál

      Tekið til umræðu.

      UHU felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að skoða með þrengingu á Suðurgötunni þar sem hún tengist Lækjargötu.

Ábendingagátt