Undirbúningshópur umferðarmála

29. janúar 2014 kl. 15:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 68

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
 1. Almenn erindi

  • 1311180 – Álfaskeið, umferðaröryggi

   Lagt fram erindi Hjalta M Baldurssonar varðandi hraðakstur á Álfaskeiði sérstaklega á móts við 125.

   UHU leggur til að umferðarhraði verði mældur á svæðinu.

  • 1308280 – Hvannavellir - umferðaröryggismál

   Tekið fyrir að nýju erindi vegna hraðaksturs og þungrar umferðar um Hvannavelli. Lagðar fram hraðamælingar sem gerðar voru á þrem stöðum í götunni í september og október 2013. Meðalhraði var að mælast á bilinu 28-33km/klst og mesti hraði 52-81km/klst. Hvannavellir eru 30 km gata.

   UHU leggur til að erindið verði skoðað í samhengi við heildar skoðun á aðkomum að hverfunum og strætóleiðum. Erindinu er Vísað til Skipulags- og byggingarráðs.

  • 1401026 – Hvannavellir - hraðakoddar

   Lagt fram erindi Gunnars J Þórðarsonar varðandi umferðarkodda á Hvannavöllum sem eru á mótum Valla 5 og 6.

   UHU vísar til afgreiðslu næsta erindis hér að ofan.

  • 1301341 – Hamraberg - umferð

   Tekið fyrir að nýju erindi um hraðakstur í Hamrabergi. Lagðar fram hraðamælingar gerðar í október s.l. Meðalhraði til norðurs mældist 31,5 km/klst og í suður 28,6 km/klst. Mesti hraði í norðurs mældist 58 km/klst og til suðurs 48km/klst. Hamraberg er 30 km gata.

   UHU telur ekki ástæðu til aðgerða að sinni.

  • 1301638 – Lækjargata - umferðarmál

   Lögð fram tillaga.

   UHU samþykkir framlagða tillögu.

  • 1311016 – Gangbraut-Já takk, umferðarátak FÍB

   Lagt fram erindi Félags Íslenskra bifreiðaeiganda varðandi verkefnið Gangbraut – Já takk sem FíB hefur verið með í gangi. Erindi var afgreitt í Umhverfis- og framkvæmdaráði og vísað til hópsins.

   UHU fagnar því að verið sé að vinna að samræmdum leiðbeiningum um gönguleiðir.

  • 1311195 – Fjarðarhraun - gönguleið

   Tekin til umræðu gönguleiðin sem er á Fjarðarhrauni við Bónus. Hafnarfjarðarbær hefur verið í viðræðum við Vegagerðina varðandi málið.

   UHU ítrekar mikilvægi þessa að fyrirkomulag gönguleiðarinnar verði endurskoðað til að auka öryggi gangandi á svæðinu.

  • 1311374 – Reykjavíkurvegur - aðgengi að stoppistöð Strætó

   Lagt fram erindi Valitors varðandi aðgengi að að vinnustaðnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar í undirbúningshóp umferðarmála.

   UHU vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Jafnframt er lagt til að biðstöðin við Hólshraun verði skoðuð með tilliti til frágangs.

  • 1401458 – Hjallhraun, fyrirkomulag gangstéttar við Reykjavíkurveg 64

   Lagt fram erindi Batterísins þar sem kvartar er yfir fyrirkomulagi gangstéttar og umferðar fyrir utan húsið. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Undirbúningshóps umferðarmála.

   UHU felur sviðinu að skoða möguleika á að breikka svæðið við 64.

Ábendingagátt