Undirbúningshópur umferðarmála

14. maí 2014 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 69

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
  1. Almenn erindi

    • 1311180 – Álfaskeið, umferðaröryggi

      Tekið fyrir að nýju erindi vegna hraðaksturs á Álfaskeiði móts við hús 175. Lögð fram hraðamæling sem gerð var í apríl s.l. Meðalhraði frá Flatahrauni mældist 33 km/klst og mesti hraði 63 km/klst. Meðalhraði að Flatahrauni mældist 34 km/klst og mesti hraði 71 km/klst. Álfaskeið er 30km gata.

      UHU samþykkir að gönguleiðin við Mávahraun verði útfærð með upphækkun.

    • 1405089 – Hlíðarbraut - stæði í götu

      Tekið fyrir erindi Ernu B Hreinsdóttur varðandi merkingar bílastæða í Hlíðarbraut.

      UHU samþykkir að bílastæði séu merkt vestanverðu í götunni.

    • 10022254 – Umferðaröryggisáætlun

      Tekið fyrir að nýju.

      UHU felur umhverfis- og hönnunardeild að setja í gang vinnu við gerð umferðaröryggisáætlun þar sem einnig verður hugað að samræmingu á umferðaröryggismálum og aðgengi.

    • 1308280 – Hvannavellir - umferðaröryggismál

      Tekið til umræðu.

      UHU leggur til að farið verði í umferðaröryggisrýni á Völlum 5 og Völlum 6 þar sem sérstaklega verður hugað að öryggismálum hjólandi, gangandi og akandi. Jafnframt verði skoðuð tenging við Skarðshlíð.

    • 1405171 – Atvinnutæki sem lagt er í og við íbúðahverfi

      UHU áréttar að bannað er að leggja atvinnutækjum í íbúðarhverfum. UHU leggur til að skoðað verði að samþykkt verði stæði til bráðbirgða fyrir atvinnutæki við Hellnahraun 2.

Ábendingagátt