Undirbúningshópur umferðarmála

11. desember 2014 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 71

Mætt til fundar

  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
  1. Almenn erindi

    • 1410562 – Öldugata, umferðaröryggi

      Lögð fram hraðamæling á Öldugötu við Víðihvamm sem gerð var í október s.l. Meðalhraði frá Hvammabraut mældist 33 km/klst og mesti hraði 55 km/klst. Meðalhraði að Hvammabraut mældist 28,5 km/klst og mesti hraði 52 km/klst. Öldugata er 30km gata.

      UHU telur að ekki sé ástæða til aðgerða að sinni.

    • 1411009 – Fálkahraun, umferðaröryggi

      Lagt fram erindi Ágústs Péturssonar varðandi lagningu biðreiða á gatnamótum Fálkahrauns og Arnarhrauns.

      UHU samþykkir að setja upp merkingar sem banna að lagt sér í Fálkahrauni við Arnarhraun 10 10metra frá gatnamótum Arnarhrauns og Fálkahrauns.

    • 1411292 – Álfholt 38-54, lagning bifreiða

      Lagt fram erindi Guðbjargar Arnardóttur varðandi bíla sem leggja í bílastæðagötunni við Álfholt 38-54.

      UHU leggur til að málaður verði gulur kantur í hringnum við Álfholt 38-54.

    • 1411386 – Kríuás, umferðaröryggi

      Lagt fram erindi Ívars Bragasonar varðandi umferðaröryggi á gatnamótum Gauksás og Kríuáss.

      UHU felur sviðinu að skoða með að setja miðeyju í gangbrautina við Gauksás og/eða að færa gangbrautina upp fyrir Gauksás.

    • 1411368 – Gauksás, lagning í snúningshaus

      Tekið til umræðu.

      UHU vísar erindinu til Skipulags- og byggingarsviðs varðandi ákvæði í deiliskipulagi.

Ábendingagátt