Undirbúningshópur umferðarmála

7. apríl 2016 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 75

Mætt til fundar

  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu
  • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Fundinn sátu einnig Guðrún Guðmundsdóttir ark og Gunnþóra Guðmundsdóttir ark.

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur

Fundinn sátu einnig Guðrún Guðmundsdóttir ark og Gunnþóra Guðmundsdóttir ark.

  1. Almenn erindi

    • 1512150 – Lækjargata, umferðaröryggi

      Lagt fram erindi Más W Mixa dags. 11.des sl varðandi umferðaröryggi í Lækjargötu og ósk um hraðahindrun við gönguljósin.

      UHU leggur til að umferðarhraði veðri mældur við Austurgötu.

    • 1602316 – Norðurvangur, umferðaröryggi við nr 16-22

      Lagt fram erindi Þorsteins Þorsteinssonar varðandi ósk um að settur verði upp spegill gegnt innkeyrslu í botnlangann hjá Norðurvangi 16-22 sem og merking um að bannað sé að leggja gengt innkeyrslunni.

      UHU telur ekkí ástæðu til aðgerða þarna að sinni.

    • 1603207 – Reykjavíkurvegur, aðgengi að húsi 52b

      Lagt fram erindi Gunnlaugs Gunnlaugssonar þar sem óskað er eftir því að miðeyja á Reykjarvíkurvegi verði opnuð þannig að hægt sé að taka vinstribeygju inn á veginn.

      UHU getur ekki orðið við þessum breytingum þar sem opnun á miðeyju myndi auka umferðaóöryggi mikið á þessum stað. Miðeyjunni var lokað á sínum tíma til að auka öryggi vegarins.

    • 1504420 – Álfaskeið, umferðarhraði

      Tekið fyrir að nýju. Lögð fram hraðamæling í Álfaskeiði við hús nr 16 sem gerð var í nóvember sl. Meðalhraði frá Smyrlahrauni mældist 22 km/klst og mesti hraði 37 km/klst. Álfasekið er 30km gata.

      UHU telur ekki ástæðu til aðgerða að sinni.

    • 1508737 – Klukkuvellir, umferðaröryggi

      Tekinn fyrir að nýju umferðarhraða í götunni. Lagðar fram hraðamælingar dags. í nóvember sl.
      Mælt var við Klukkuvelli 5:
      Mesti hraði austur Klukkuvellir mældist 41 km/klst og vestur 39 km/klst. Meðalhraði austur Klukkuvelli mældist 25 km/klst og vestur 16 km/klst.
      Mælt var við Klukkuvelli 21:
      Mesti hraði austur Klukkuvellir mældist 53 km/klst og vestur 46 km/klst. Meðalhraði austur Klukkuvelli mældist 21 km/klst og vestur 21 km/klst.
      Klukkuvellir er 30 km gata.

      UHU telur ekki ástæðu til aðgerða að sinni.

    • 1510350 – Vesturvangur, umferðaröryggi

      Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur varðandi umferðarhraða í Vesturvangi. Lagðar fram hraðamælingar frá nóvember sl. Mesti hraði inn Vesturvang mældist 42 km/klst og meðalhraði mældist 21 km/klst. Mesti hraði út Vesturvang mældist 50 km/klst og meðalhraði 22 km/klst. Vesturvangur er 30 km gata.

      UHU telur ekki ástæðu til aðgerða að sinni.

    • 10103140 – Smyrlahraun, umferðarhraði

      Tekinn fyrir að nýju umferðarhraða í götunni. Lagðar fram hraðamælingar dags. í nóvember sl.
      Mælt var við Smyrlahraun 20. Mesti hraði í átt að miðbæ mældist 47 km/klst og frá miðbæ 44 km/klst. Meðalhraði að miðbæ mældist 24 km/klst og frá miðbæ 23 km/klst.
      85% af umferðinni er undir 30km/klst.
      Smyrlahraun er 30 km gata.

      Lagt fram.

    • 1512255 – Gangbrautir, leiðbeiningar

      Tekin til umræðu bæklingur um gönguþveranir sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa látið vinna. Verið er að vinna úttekt á gönguleiðum skólabarna þar sem í framhaldinu verður farið yfir útfærslu þeirra með tilliti til þessara leiðbeininga.

      Tekið til umræðu.

    • 1506159 – Samstarf um merkingar hjólastíga fyrir höfuðborgarsvæðið

      Kynnt staða verkefnisins.

    Umsóknir

    • 1603699 – Kirkjuvellir, umfeðraröryggi

      Lagt fram erindi varðandi umferðaröryggi á Kirkjuvöllum.

      UHU leggur til að sett verði merkt gönguleið þar sem þrengingin við biðskýlið er á Kirkjuvöllum.

Ábendingagátt