Undirbúningshópur umferðarmála

22. nóvember 2016 kl. 13:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 77

Mætt til fundar

 • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu
 • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
 1. Almenn erindi

  • 1512245 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC, kortlagning og mælingar

   Staða skoðunar kynnt.

  • 1604196 – Hamraberg, umferðaröryggi

   Tekinn fyrir að nýju umferðarhraði í götunni. Lagðar fram hraðamælingar dags. í júní sl.
   Mælt var við Lyngberg. Meðalhraði að Reynibergi mældist 35 km/klst og frá Reynibergi 33 km/klst. Mesti hraði í átt að Reynibergi mældist 65 km/klst og frá 55 km/klst.
   85% af umferðinni er undir 42km/klst.
   Hamraberg er 30 km gata.
   Lagð fram til kynningar tillaga að aðgerðum í Hamrabergi.

   UHU samþykkir að settar verði upp 2 nýjar hraðahindranir í Hamraberg í nágrenni við Lyngberg.

  • 1606225 – Hamraberg, umferðaröryggi í kjölfar slyss

   Tekið til umræðu og vísað til afgreiðslu á 2. lið fundargerðarinnar.

  • 1605392 – Sævangur, umferðaröryggi

   Tekinn fyrir erindi um umferðarhraða í Sævangi.

   UHU leggur til að hraði verði mældur í götunni.

  • 1608518 – Furuvellir, umferðaröryggi

   Lagt fram erindi um umferðarhraða og ósk um hraðahindrun í Furuvellir.
   Lagðar fram hraðamælingar dags. í ágúst sl.
   Mælt var við Furuvelli 31. Meðalhraði inn götuna mældist 17
   km/klst og út 20 km/klst. Mesti hraði inn götuna mældist 42 km/klst og frá 55 km/klst.
   Furuvellir er 30 km gata.

   UHU sér ekki ástæðu til þess að sett sé upp hraðahindrun í götunni þar sem hér er um að ræða stutta húsagötu.

  • 1605398 – Melabraut við Suðurbraut - gönguleið

   Kynnt skoðun sem gerð var á gatnamótunum.

   UHU leggur til að skoðað verði með upphækkaða gönguleið með merktri gangbraut.

  • 1606406 – Hnotuberg 1,3,5,7,9,11 og 13 , fyrirspurn

   Lagt fram erindi íbúa í Hnotuberg varðandi breikkun á götunni til að tryggja aðgengi.
   Erindinu var vísað til hópsins af afgreiðslu fundir Skipulags- og byggingarfulltrúa.

   UHU tekur jákvætt í erindið en tryggja þarf að breikkunin verði ekki nýtt sem bílastæði.

  • 1606476 – Úthlíð, umferðaröryggi, hraðahindrun

   Tekinn fyrir erindi um umferðaröryggi og sjónlengdir í Úthlíð. Lagðar fram hraðamælingar dags. í september sl.
   Mælt var við Skógarhlíð. Meðalhraði að Hlíðarbergi mældist 21 km/klst og frá 22 km/klst. Mesti hraði í átt að Hlíðarbergi mældist 36 km/klst og frá 46 km/klst.
   Úthlíð er 30 km gata.

   UHU leggur til að erindinu verði vísað til byggingarfulltrúa varðandi gróður á lóðarmörkum og skoðað verði að mála í götuna 3O km merki.

  • 1607296 – Skipalón, hraðakstur

   Tekinn fyrir erindi varðandi umferðarhraða í Skipalóni. Lagðar fram hraðamælingar dags. september sl.
   Mælt var við Skipalón 1-21. Meðalhraði að Hvaleyrarbraut mældist 23 km/klst og frá 28 km/klst. Mesti hraði í átt að Hvaleyrarbraut mældist 55 km/klst og frá 52 km/klst.
   85% af umferðinni er undir 37 km/klst.
   Mælt var við Skipalón 2-26. Meðalhraði að Hvaleyrarbraut mældist 30 km/klst og frá 30 km/klst. Mesti hraði í átt að Hvaleyrarbraut mældist 59 km/klst og frá 61 km/klst.
   85% af umferðinni er undir 40 km/klst.
   Skipalón er 30 km gata.

   UHU leggir til að settar verði upp hraðahindranir á gönguleiðum eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir sem og á beina kaflanum við innkeyrsluna að húsum 1-21.

  • 10022435 – Reykjanesbraut, starfshópur vegna Suðurbrautar

   Farið yfir framkvæmdir við Reykjanesbraut og Suðurbraut.

  • 1509202 – Álftaás, umferðaröryggi á gatnamótum

   Tekið fyrir að nýju.

   Frágangur gatnamóta er með ágætasta móti og frágangur að liggja lóða að gatnamótum eru í samræmi við skilmála. Erfitt er að sjá að hindranir á gönguleið leysi vandamál varðandi hraða hjóla þar sem líkur eru á að hjólin færi sig yfir í götuna. UHU leggur til að fylgst verði áfram með málinu.

  • 1604093 – Flatahraun 13, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Tekið til umræðu.

   UHU leggur til að skipulagsfulltrúi fundi með lóðarhafa varðandi umferð við lóðina og leiðir gangandi.

Ábendingagátt