Undirbúningshópur umferðarmála

22. maí 2017 kl. 15:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 78

Mætt til fundar

 • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu
 • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
 1. Almenn erindi

  • 1604093 – Flatahraun 13, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Tekið fyrir að nýju.

   UHU samþykkir að farið verði framkvæmdir í samræmi við tillögu 1c í minnisblaði Eflu hf sem gerir ráð fyrir að loka vinstribeygjum. Jafnframt þarf að skoða gönguleiðir að lóðinni.

  • 1510350 – Vesturvangur, umferðaröryggi

   Tekið fyrir að nýju.
   Lagðar fram hraðamælingar við Vesturvang 11. Mesti hraði inn Vesturvang mældist 49 km/klst og meðalhraði mældist 26,9 km/klst.

   UHU samþykkir að settar verði 2 hraðahindranir í götuna við botnlangana vegna aðstæðna í götunni.

  • 1605392 – Sævangur, umferðaröryggi

   Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur varðandi umferðarhraða í Sævangi. Lagðar fram hraðamælingar við hús nr 8 frá desember sl. Mesti hraði inn Sævang mældist 62 km/klst og meðalhraði mældist 25,1 km/klst. Mesti hraði út Sævang mældist 48 km/klst og meðalhraði 24,3 km/klst. Sævangur er 30 km gata.

   UHU leggur til að hraði verði mældur aftur.

  • 1612138 – Þrastarás, umferðaröryggi

   Tekinn fyrir tölvupóstur varðandi umferðarhraða í Þrastarás. Lagðar fram hraðamælingar við hús nr 19 frá desember sl. Mesti hraði niður Þrastarás mældist 50 km/klst og meðalhraði mældist 29,3 km/klst. Mesti hraði upp Þrastarás mældist 50 km/klst og meðalhraði 26km/klst. Þrastarás er 30 km gata.

   UHU telur ekki ástæðu til aðgerða að sinni.

  • 1704094 – Skúlaskeið,umferðaröryggi

   Tekinn fyrir umferðarhraði í Skúlaskeiði. Lagðar fram hraðamælingar frá apríl sl. Mesti hraði inn Skúlaskeið mældist 30 km/klst og meðalhraði mældist 15,7 km/klst. Skúlaskeið er 30 km gata.

   UHU telur ekki ástæðu til aðgerða að sinni.

  • 1705099 – Víðivangur, umferðaröryggi

   Lagt fram erindi dags 8. maí sl varðandi umferðaröryggi í Víðivangi.

   UHU leggur til að hraði verði mældur í götunni en búið er að setja upp polla við enda veggjarins við 7.

  • 1704058 – Selvogsgata, gatnaskipulag og umferðaröryggi

   Lagður fram undirskriftarlisti íbúa við Selvogsgötu móttekin 3. apríl sl. þar sem óskað er eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á umferðarskipulagi götunnar og nánasta nágrenni hennar til að draga úr umferðarhraða og auka öryggi íbúa. Einnig er óskað eftir samráði þegar kemur að gerð hringtorgsins og skoðun á uppsetningu gangbrautaljósa á Hringbraut,

   UHU leggur til að hraðahindranir í götunni verði yfirfarnar en að öðru leiti er erindinu vísað til vinnu skipulagsins varðandi endurskoðun deiliskipulags svæðisins

  • 1704138 – Flensborgarskóli, aðgengi gangandi og akandi

   Lagt fram erindi skólameistara dagsett 9. apríl sl. Flensborgarskóla varðandi gönguleiðir frá skólanum. Óskað er eftir að sett verði upphækkuð gangbraut við strætisvagnaskýlið sem stendur framan við Hringbraut 11. Einnig að aðkoma að skólanum við Selvogsgötu verði skoðuð og hvor bæjaryfirvöld hafi skoðun á áhuga skólans hvað varðar gjaldskyldu á skólatíma

   UHU leggur til að hraði verði mældur við Hringbraut 11 og gerð tillaga að gönguleið á sama stað. Að öðru leiti er erindinu vísað til vinnu skipulgsins varðandi endurskoðun deiliskipulags svæðisins. UHU gerir ekki athugsemdir við gjaldskildu á skólatíma

  • 1704175 – Hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbyli

   Lagt fram afrit af erindi Innanríkisráðuneytisins dags 28. mars sl til SSH varðandi hvort banna eigi hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli.

   UHU tekur undir að þetta sé skoðað.

  • 1705091 – Burnavellir, hraðakstur á stígum

   Tekið til umræðu öryggi á stígum vegna hraðrar umferðar hjóla og aðgerðir vegna slíks.

   Erfitt er að koma í veg fyrir hraða umferð hjóla en miðað hefur verið við að helst séu settar hindranir þar sem stígar koma að götum.

Ábendingagátt