Undirbúningshópur umferðarmála

12. október 2017 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 79

Mætt til fundar

  • Sævar Guðmundsson Fulltrúi lögreglu
  • Helga Stefánsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Helga Stefánsdóttir verkfræðingur
  1. Almenn erindi

    • 1705099 – Víðivangur, umferðaröryggi

      Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur varðandi umferðarhraða í Víðivangi. Lagðar fram hraðamælingar við hús nr 7 frá júní sl. Mesti hraði inn Víðvang mældist 38 km/klst og meðalhraði mældist 23 km/klst. Mesti hraði út Víðivagn mældist 32 km/klst og meðalhraði 16 km/klst. Víðivangur er 30 km gata.

      UHU samþykkir að sett verði þrenging í götuna þannig að umferð færist fjær Víðivangi 7. Umferðarhraði verði síðan skoðaður aftur eftir framkvæmdir.

    • 1708767 – Merkurgata, umferðaröryggi

      Tekinn fyrir tölvupóstur varðandi aðstæður í götunni svo sem umferðarhraða, sjónlengdir ofl í Merkurgötu.
      Lagðar fram hraðamælingar við hús nr 9 frá september sl. Mesti hraði niður Merkurgötu mældist 33 km/klst og meðalhraði mældist 16 km/klst. Merkurgata er 30 km einstefnugata.

      UHU vísar erindinu til yfirstandandi vinnu við endurskoðun deiliskipulags Vesturbæjar.

    • 1704138 – Flensborgarskóli, aðgengi gangandi og akandi

      Lagðar fram hraðamælingar við hús nr 11 frá október sl. Mesti hraði mældist 56 km/klst og meðalhraði mældist 25 km/klst. Hringbraut er 30 km gata.

      UHU samþykkir að skoða að setja gangbraut frá biðskýlinu að gönguleið að Flensborg

    • 1604093 – Flatahraun 13, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekið fyrir að nýju.

      Samþykkt var að skoða tengingu Krónunnar og Flatahrauns betur með fleiri valkosti í huga.

    • 1605392 – Sævangur, umferðaröryggi

      Tekið fyrir að nýju.

      Lagðar fram nýja hraðamælingar við hús nr 8 við Sævang frá október sl. Mesti hraði mældist 55 km/klst og meðalhraði mældist 27,1 km/klst. Sævangur er 30 km gata.

      Lagðar fram nýja hraðamælingar við Skjólvang frá október sl. Mesti hraði mældist 57 km/klst og meðalhraði mældist 30 km/klst. Skjólvangur er 30 km gata.

      UHU leggur til að farið verði í umferðaröryggisúttekt á Norðurbænum.

    • 1708104 – Selhraun n - aðgengi fótgangandi

      Lagt fram erindi frá íbúa varðandi slæmt aðgengi að Selhellu frá Völlum um Hrauntorg.

      UHU samþykkir að gerð verði merkt gönguleið yfir Ásbraut við Hrauntorg.

    • 1710186 – Hraunbrún, umferðaröryggi við Garðaveg

      Lagt fram erindi varðandi umferðaröryggi á Hraunbrún við Garðaveg.

      UHU leggur til að hraði verði mældur á þessum stað.

Ábendingagátt