Funduðu með þingmönnum Suðvesturkjördæmis

Fréttir

Á fundi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með þingmönnum Suðvesturkjördæmis fimmtudaginn 1. október voru rædd ýmis brýn mál. 

Á fundi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra með þingmönnum Suðvesturkjördæmis fimmtudaginn 1. október voru rædd ýmis brýn mál. Má þar nefna vegamál, einkum gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar, ásamt umræðu um fjármál, innheimtukostnað ríkisins og lækkun tryggingagjalds.

Fulltrúar Hafnarfjarðar ræddu einnig fækkun opinberra starfa í bænum, húsnæði fyrrum St. Jósefsspítala, þörf á fjölgun plássa í dagdvöl aldraðra, móttöku flóttamanna, byggingu leiguíbúða, húsaleigu búsetukjarna fyrir fatlað fólk og flutning á raflínum úr íbúabyggð.

Ábendingagátt