Fundur með lögreglu

Fréttir

Bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar fengu á sinn fund í gær stjórnendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðsettir eru í Hafnarfirði m.a. í kjölfar umræðu inn á hverfasíðum Hafnarfjarðarbæjar um innbrot í bíla, grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili og boð um þjónustu sem samræmist ekki íslenskum lögum. 

Bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar fengu á sinn fund í gær stjórnendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðsettir eru í Hafnarfirði m.a. í kjölfar umræðu inn á hverfasíðum Hafnarfjarðarbæjar um innbrot í bíla, grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili og boð um þjónustu sem samræmist ekki íslenskum lögum. 

Á fundi var farið var yfir stöðu mála hér í Hafnarfirði og hvernig embættið og sveitarfélagið getur enn betur stillt saman strengi sína gagngert til að auka öryggi allra hlutaðeigandi og fækka afbrotum heilt yfir. Farið var framkvæmdir sem sveitarfélagið getur gripið til og telst til fælandi aðgerða s.s. aukin lýsing á almenningssvæðum og öryggismyndavélar á viðeigandi stöðum. Lögreglan lýsti yfir ánægju sinni með þann samhug sem ríkir meðal íbúa í Hafnarfirði og hversu vel vakandi þeir eru fyrir umhverfi sínu og nánasta nágrenni. Slík nágrannavakt sé í raun öflugasta vopnið í baráttunni enda um stórt samfélagsverkefni að ræða sem snertir alla. Nágrannavakt virðist heilt yfir vera nokkuð öflug innan hverfa hér í Hafnarfirði og lögreglan að fá inn á borð til sín fjölda gagnlegra ábendinga. 

Höldum áfram að vera meðvituð um umhverfi okkar og vinnum í sameiningu að því að gera bæinn okkar enn betri og öruggari!

Ábendingagátt