Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Um 400 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í mildu og góðu veiðiveðri í dag. Þau hafa aldrei verið fleiri á þessum árlega viðburði.
Um 400 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í mildu og góðu veiðiveðri í dag. Þau kepptust þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn.
Þessi árlega dorgveiðikeppni leikjanámskeiðanna í Hafnarfirði, sem jafnframt er opin öllum hafnfirskum börnum á aldrinum 6-12 ára, er ein fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins.
„Við höfðum í ár undirbúið um 400 veiðifæri og voru þau orðin að skornum skammti þegar allir voru mættir á svæðið. Starfsmenn vinnuskólans urðu því að útbúa fleiri á staðnum. Þátttakendur hafa því verið um 400 í ár sem er met,“ segir Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri frístundastarfs í Hafnarfirði. Keppnin hefur náð að stimpla sig inn í hug og hjörtu bæði barna og foreldra og forráðamanna sem oft á tíðum fylgjast spenntir með á hafnarbakkanum.
Þrjú ungmenni fengu verðlaun í ár. Kamilla Rut Ágústsdóttir vann keppnina um furðufiskinn. Hún veiddi hrognkelsi og óvíst hvort um rauðmaga eða grásleppu var að ræða. Ísabella Agla Óskarsdóttir vann stærsta fiskinn en hún veiddi 327 gramma kola. Máni Arnórsson var sigurvegari um flestu fiskanna en hann veiddi 3 kola. Hann gaf sér vart tíma til að taka við verðlaunum og mætti seint í afhendinguna, því hann hélt áfram að veiða eftir að keppni lauk og náði einum ufsa í viðbót.
Þrjú ungmenni fengu verðlaun í ár. Kamilla Rut Ágústsdóttir vann keppnina um furðufiskinn. Hún veiddi hrognkelsi, óljóst hvort rauðmagi eða grásleppa. Ísabella Agla Óskarsdóttir vann keppnina um stærsta fiskinn en hún veiddi 327 gramma kola. Máni Arnórsson var sigurvegari um flestu fiskanna og veiddi 3 kola. Hann gaf sér vart tíma til að taka við verðlaunum og mætti seint í afhendinguna, því hann hélt áfram að veiða eftir að keppni lauk og náði einum ufsa í viðbót.
Árlega standa sumarnámskeið í Hafnarfirði fyrir dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju sem opin er öllum börnum á aldrinum 6-12 ára. Í um 30 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og taka hundruð hafnfirskra barna þátt ár hvert. Gleðin er alltaf jafn mikil. Leiðbeinendur sumarfrístundar ásamt starfmönnum úr vinnuskólanum voru með öfluga gæslu á meðan á dorgveiðikeppni stóð, auk þess sem Siglingaklúbburinn Þytur var með björgunarbát siglandi um svæðið til að tryggja öryggið.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.