Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í upphafi árs 2020 fékk Hafnarfjarðarbær 4 milljóna króna styrk frá félagsmálaráðuneytinu í framkvæmd á faglegri þjónustu og verkefni sem snýr að fylgdarlausum ungmennum sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Tvö sveitarfélög hafa umsjá með þessum einstaklingum í dag og hefur skortur verið á úrræðum til að mæta þörfum þeirra umfram ákveðnar grunnskyldur. Verkefnið, sem felur í sér persónulega og aðlagaða ráðgjöf, stendur öllum fylgdarlausum börnum og ungmennum, sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd, til boða á árinu 2020.
Fjöldi þeirra barna sem kemur fylgdarlaus til landsins í leit að alþjóðlegri vernd hefur farið vaxandi síðustu ár og er mikilvægt að hlúa að þörfum þeirra sem og líkamlegri og andlegri líðan. Líklegt er að málefni barna á flótta verði jafnvel fyrirferðameiri í framtíðinni. Útlendingastofnun er með viðamikla starfsemi í Hafnarfirði þar sem móttökumiðstöð er starfrækt í sveitarfélaginu. Þróunin hefur verið sú að fylgdarlaus börn eru færð í miðstöðina í Hafnarfirði og í framhaldinu er leitað til barnaverndar Hafnarfjarðar eftir þjónustu og stuðningi við þennan hóp hælisleitenda. „Við viljum finna leiðir til að gera fylgdarlaus börn betur í stakk búin til að takast á við íslenskar aðstæður og umhverfi á meðan mál þeirra eru í vinnslu. Þessir einstaklingar þurfa hvatningu og athygli frá upphafi þannig að þeir verði góðir og gildir samfélagsþegnar sem þekkja mörkin og menninguna“ segir Ægir Örn Sigurgeirsson deildarstjóri í málefnum flóttafólks og hælisleitenda hjá Hafnarfjarðarbæ.
Biðtími eftir afgreiðslu um vernd nýttur til fræðslu og virkni til náms og tómstunda
Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar og Jón Halldórsson framkvæmdastjóri KVAN „handsala“ hér nýjan samstarfssamning.
Nýtt verkefni hefur það að markmiði að undirbúa einstaklingana betur undir lífið og nýta biðtíma eftir afgreiðslu um vernd til fræðslu og virkni til náms og tómstunda. Hafnarfjarðarbær hefur gengið til liðs við KVAN um sérhæfð úrræði fyrir hópinn. Þannig mun KVAN á árinu veita hverju og einu fylgdarlausu barn og ungmenni persónulega ráðgjöf og þjónustu sem felur í sér stöðumat og greiningu í upphafi og viðeigandi fræðslu í framhaldinu þar sem þátttakendur eru markvisst þjálfaðir upp í ákveðnum hæfnisþáttum sem stuðla að bættum lífsgæðum og auðvelda aðlögun að íslensku samfélagi. Dæmi um hæfniþætti sem eru þjálfaðir eru dagskipulag, mikilvægi hreyfingar, grunnatriði eldamennsku, hreinlæti, félagsfærni, samskipti, fjármál, listsköpun, samfélagskynning, íslensk menning, tómstundir og almenningssamgöngur svo fátt eitt sé nefnt. „Hér um tilraunaverkefni að ræða sem vonandi verður að einhverju stærra og meira. Til framtíðar litið er nauðsynlegt að þróa verkferil og tryggja samræmda móttöku og þjónustu við þennan hóp frá upphafi komu þeirra til landsins og til endanlegrar afgreiðslu á máli þeirra. Sú vinna kallar á virkt og þverfaglegt samstarf allra hlutaðeigandi aðila“ segir Ægir að lokum.
Samningur um samstarf Hafnarfjarðarbæjar og KVAN undirritaður í Hafnarborg. Á myndinni eru Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, Bogi Hallgrímsson verkefnastjóri og þjálfari hjá KVAN, Ægir Örn Sigurgeirsson deildarstjóri í málefnum flóttafólks og hælisleitenda hjá Hafnarfjarðarbæ og Jón Halldórsson framkvæmdastjóri og þjálfari hjá KVAN. Á myndina vantar Sössu Eyþórsdóttur, þjálfara og ráðgjafa hjá KVAN, en þau Bogi sjá um þjálfun og persónulega ráðgjöf við hóp fylgdarlausra barna í Hafnarfirði þetta árið.
Allar upplýsingar um KVAN er að finna á heimasíðu félagsins.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…