Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í upphafi árs 2020 fékk Hafnarfjarðarbær 4 milljóna króna styrk frá félagsmálaráðuneytinu í framkvæmd á faglegri þjónustu og verkefni sem snýr að fylgdarlausum ungmennum sem koma til landsins í leit að alþjóðlegri vernd. Tvö sveitarfélög hafa umsjá með þessum einstaklingum í dag og hefur skortur verið á úrræðum til að mæta þörfum þeirra umfram ákveðnar grunnskyldur. Verkefnið, sem felur í sér persónulega og aðlagaða ráðgjöf, stendur öllum fylgdarlausum börnum og ungmennum, sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd, til boða á árinu 2020.
Fjöldi þeirra barna sem kemur fylgdarlaus til landsins í leit að alþjóðlegri vernd hefur farið vaxandi síðustu ár og er mikilvægt að hlúa að þörfum þeirra sem og líkamlegri og andlegri líðan. Líklegt er að málefni barna á flótta verði jafnvel fyrirferðameiri í framtíðinni. Útlendingastofnun er með viðamikla starfsemi í Hafnarfirði þar sem móttökumiðstöð er starfrækt í sveitarfélaginu. Þróunin hefur verið sú að fylgdarlaus börn eru færð í miðstöðina í Hafnarfirði og í framhaldinu er leitað til barnaverndar Hafnarfjarðar eftir þjónustu og stuðningi við þennan hóp hælisleitenda. „Við viljum finna leiðir til að gera fylgdarlaus börn betur í stakk búin til að takast á við íslenskar aðstæður og umhverfi á meðan mál þeirra eru í vinnslu. Þessir einstaklingar þurfa hvatningu og athygli frá upphafi þannig að þeir verði góðir og gildir samfélagsþegnar sem þekkja mörkin og menninguna“ segir Ægir Örn Sigurgeirsson deildarstjóri í málefnum flóttafólks og hælisleitenda hjá Hafnarfjarðarbæ.
Biðtími eftir afgreiðslu um vernd nýttur til fræðslu og virkni til náms og tómstunda
Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar og Jón Halldórsson framkvæmdastjóri KVAN „handsala“ hér nýjan samstarfssamning.
Nýtt verkefni hefur það að markmiði að undirbúa einstaklingana betur undir lífið og nýta biðtíma eftir afgreiðslu um vernd til fræðslu og virkni til náms og tómstunda. Hafnarfjarðarbær hefur gengið til liðs við KVAN um sérhæfð úrræði fyrir hópinn. Þannig mun KVAN á árinu veita hverju og einu fylgdarlausu barn og ungmenni persónulega ráðgjöf og þjónustu sem felur í sér stöðumat og greiningu í upphafi og viðeigandi fræðslu í framhaldinu þar sem þátttakendur eru markvisst þjálfaðir upp í ákveðnum hæfnisþáttum sem stuðla að bættum lífsgæðum og auðvelda aðlögun að íslensku samfélagi. Dæmi um hæfniþætti sem eru þjálfaðir eru dagskipulag, mikilvægi hreyfingar, grunnatriði eldamennsku, hreinlæti, félagsfærni, samskipti, fjármál, listsköpun, samfélagskynning, íslensk menning, tómstundir og almenningssamgöngur svo fátt eitt sé nefnt. „Hér um tilraunaverkefni að ræða sem vonandi verður að einhverju stærra og meira. Til framtíðar litið er nauðsynlegt að þróa verkferil og tryggja samræmda móttöku og þjónustu við þennan hóp frá upphafi komu þeirra til landsins og til endanlegrar afgreiðslu á máli þeirra. Sú vinna kallar á virkt og þverfaglegt samstarf allra hlutaðeigandi aðila“ segir Ægir að lokum.
Samningur um samstarf Hafnarfjarðarbæjar og KVAN undirritaður í Hafnarborg. Á myndinni eru Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, Bogi Hallgrímsson verkefnastjóri og þjálfari hjá KVAN, Ægir Örn Sigurgeirsson deildarstjóri í málefnum flóttafólks og hælisleitenda hjá Hafnarfjarðarbæ og Jón Halldórsson framkvæmdastjóri og þjálfari hjá KVAN. Á myndina vantar Sössu Eyþórsdóttur, þjálfara og ráðgjafa hjá KVAN, en þau Bogi sjá um þjálfun og persónulega ráðgjöf við hóp fylgdarlausra barna í Hafnarfirði þetta árið.
Allar upplýsingar um KVAN er að finna á heimasíðu félagsins.
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…