Áhrif á þjónustu ef til verkfalls kemur

Fréttir

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli. Fyrirhugað verkfall félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og BSRB hefst mánudaginn 9. mars. Um er að ræða um 660 starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ. 

Mikilvægt er að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli.

Fyrirhugað verkfall félagsmanna hjá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og BSRB hefst mánudaginn 9. mars. Fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum má skipta í tvo hluta. Annars vegar munu félagsmenn leggja niður störf á fyrirfram ákveðnum dögum þ.e. dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Hins vegar munu félagsmenn sem sinna frístund fyrir 1. – 4. bekk í grunnskólum, félagsstarfi fyrir börn og ungmenni í 5.-10. bekk og tómstundastarfi fyrir börn og ungmenni með fötlun í Klettinum fara í ótímabundið verkfall frá og með mánudeginum 9. mars. Hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist.

Um er að ræða um 660 starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ. Flestir starfa innan grunnskóla sveitarfélagsins en verkfall nær einnig til starfsmanna innan stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar, félagsstarfs eldri borgara, félagsstarfs og atvinnu fyrir fatlað fólk, starfsmanna þjónustuvers, sundlauga og menningarstofnanna og örfárra starfsmanna innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Komi til verkfalls verða áhrif á þjónustu sveitarfélagsins eftirfarandi.

Áhrif á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar á fyrirfram ákveðnum dagsetningum

  • Þjónustuver – þjónustuver og þar með Ráðhús Hafnarfjarðar lokar
  • Sundlaugar – allar sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar loka 
  • Hafnarborg – sýningarsalir verða lokaðir en skrifstofa opin 
  • Bókasafn Hafnarfjarðar – opið frá kl. 10-17 með fyrirvara um skerta þjónustu og áhrif á opnunartíma sem þá verður auglýst
  • Stjórnsýsla að Strandgötu, Linnetstíg og Norðurhellu – starfsmenn víða um stjórnkerfið fara í verkföll þessa tilteknu daga og því verður þjónusta sviða að hluta til skert
  • Leikskólar – skert þjónusta í fimm leikskólum. Verkfall nær til nokkurra starfsmanna í leikskólunum – þar sem þeir eru verða börn send heim og tilkynning þess efnis send til foreldra. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður vegna verkfalls
  • Grunnskólar – hefðbundið skólastarf. Nemendur grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar mæta til kennslu a.m.k. fyrstu tvær kennslustundir dagsins á mánudag og þriðjudag. Nánari tilhögun og áhrif á skólastarfið er kynnt sérstaklega í hverjum skóla
  • Grunnskólar – félagsstarf. Félagsstarf fyrir nemendur í 5. – 10. bekk fellur niður 
  • Frístundaakstur  – fellur niður 
  • Félagsstarf eldri borgara – lokað og engin starfsemi í Hraunseli, Hjallabraut og við Sólvangsveg
  • Vinaskjól – lokað og engin starfsemi
  • Geitungar – lokað og engin starfsemi
  • Lækur – lokað og engin starfsemi
  • Skammtímavistun í Hnotubergi – lokað og engin starfsemi
  • Hæfingarstöðin Bæjarhrauni – lokað og engin starfsemi
  • Þróunar- og tölvudeild ­– skert þjónusta til skóla og stofnana Hafnarfjarðarbæjar

Áhrif á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar ótímabundið frá og með 9. mars 

  • Grunnskólar – frístund. Öll frístundaþjónusta fyrir nemendur í 1. – 4. bekk, bæði fyrir og eftir skóla, fellur niður ótímabundið. Ekki verður innheimt fyrir þjónustu sem fellur niður
  • Kletturinn – tómstundastarf fyrir börn og ungmenni með fötlun. Allt félagsstarf í frístundaklúbbnum Klettinum fellur niður
  • Ungmennahúsið Hamarinn – allt félagsstarf fellur niður ótímabundið

 

Ítrekað er mikilvægi þess að allir hlutaðeigandi fylgist vel með fréttum af fyrirhuguðu verkfalli. Öll starfsemi sveitarfélagsins mun haldast óbreytt ef ekki verður af verkfalli. 

Ábendingagátt