Nýtt fyrirkomulag

Fréttir

Þann 1. janúar 2017 taka gildi ný lög um húsaleigubætur. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Frá 1. janúar 2017 munu eldri umsóknir um húsaleigubætur falla úr gildi og mun Vinnumálastofnun annast afgreiðslu húsnæðisbóta frá þeim tíma. Sveitarfélögin munu áfram annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings.

Tilkynning varðandi nýtt fyrirkomulag á greiðslum húsnæðisbóta (áður húsaleigubætur)

Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og falla þá úr gildi lög nr. 138/1997 um húsaleigubætur. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaði. Sveitarfélögin hafa hingað til annast afgreiðslu húsaleigubóta til einstaklinga en frá 1. janúar 2017 munu eldri umsóknir um húsaleigubætur falla úr gildi og mun Vinnumálastofnun annast afgreiðslu húsnæðisbóta frá þeim tíma. Sveitarfélögin munu áfram annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings (áður sérstakar húsaleigubætur).

Helstu breytingar með nýjum lögum um húsnæðisbætur

Helsta breytingin felst í því að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækkar eftir því sem fleiri eru í heimili óháð aldri. Þá getur foreldri sem fær barnið sitt til sín að lágmarki í 30 daga á ári skráð barnið sitt sem heimilismann jafnvel þó barnið sé með lögheimili hjá hinu foreldrinu. Einnig eru húsnæðisbætur bæði tekju- og eignatengdar þannig að allar tekjur og eignir umsækjanda og heimilismanna sem eru 18 ára eða eldri eru lagðar saman og mynda þannig samanlagðan tekjustofn og samanlagðan eignastofn sem koma til lækkunar húsnæðisbóta ef þeir eru hærri en frítekjumörkin. Frítekjumörkin hækka líka eftir því hversu margir eru í heimili. Húsnæðisbætur geta mest numið 75% af leiguupphæð.

Umsóknir um húsnæðisbætur

Umsóknum um húsnæðisbætur ber að beina til Vinnumálastofnunar til þess að geta átt rétt á greiðslu húsnæðisbóta frá 1. janúar 2017. Vakin er athygli á að umsóknarferli varðandi húsnæðisbætur hjá Vinnumálastofnum er rafrænt. Frekari upplýsingar varðandi húsnæðisbætur má nálgast á heimasíðunni www.husbot.is  og hjá Vinnumálastofnun. Athugið að umsóknarfrestur vegna nk. janúarmánaðar er til 20. janúar 2017.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sveitarfélögin munu áfram koma til með að greiða út sérstakan húsnæðisstuðning og umsóknir um þann stuðning þarf að sækja til sveitarfélaganna. Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaður þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika. Uppfylla þarf öll skilyrði almenns húsnæðisstuðnings til þess að eiga rétt til sérstaks stuðnings. Sjá nánar hér

 

Nowy system płatności dodatku mieszkaniowego (dawniej dodatek do wynajmowanego mieszkania).

1 stycznia 2017 wchodzi w życie nowa ustawa nr. 75/2016 o dodatku mieszkaniowym a wygasa stara ustawa nr 138/1997 o dodatku do wynajmowanego mieszkania. Z dniem 1 stycznia 2017 obsługę wypłaty dodatku mieszkaniowego przejmuje Urząd Pracy (Vinnumálastofnun). Do tej pory dodatek do wynajmowanego mieszkania był wypłacany przez gminy a wraz z dniem 1 stycznia 2017 złożone tam wnioski o dodatek do wynajmowanego mieszkania tracą ważność.

Więcej informacji na temat dodatku mieszkaniowego można uzyskac na stronie www.husbot.is lub w Urzędzie Pracy. Nowe podania o dodatek mieszkaniowy należy składać drogą elektroniczną poprzez www.husbot.is. Prosimy zwrócić uwagę, że termin składania wniosków za miesiąc styczeń upływa 20 stycznia 2017 roku.

Gminy będą w dalszym ciągu zajmować się specjalnym wsparciem mieszkaniowym (sérstakur húsnæðisstuðningur).

 

Ábendingagátt