Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Mikil samstaða er meðal fyrirtækja á Hellnahrauni og Selhrauni í Hafnarfirði hvað varðar bætt öryggi og þjónustu á svæðinu. Fyrirtækin þrýsta á um framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar og vilja með því bæta öryggi starfsmanna sinna og viðskiptavina, sem og allra þeirra sem leið eiga um hverfið.
Mikil samstaða er meðal fyrirtækja á Hellnahrauni og Selhrauni í Hafnarfirði hvað varðar bætt öryggi og þjónustu á svæðinu. Í kringum 20 aðilar mættu á umræðufund fyrirtækjanna með bæjaryfirvöldum á dögunum þar sem nokkur mál voru rædd varðandi mikilvægar framkvæmdir í þágu öryggis auk óska um betri þjónustu í snjómokstri og samgöngum. Iðnaðarsvæðið þykir eitt af bestu iðnaðarhverfunum á Íslandi í dag og eru stækkunarmöguleikar þar töluverðir. Fyrirtækin þrýsta á framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar og vilja með því bæta öryggi starfsmanna sinna og viðskiptavina, sem og allra þeirra sem leið eiga um hverfið.
Umræðufundur fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar með fyrirtækjum í Hafnarfirði var haldinn í húsnæði Gámaþjónustunnar miðvikudaginn 6. janúar. Til fundar mættu auk fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar fulltrúar fyrirtækja sem hafa mikilla hagsmuna að gæta og er umhugað um öryggi og góða þjónustu í og við hverfið. Þörfin fyrir mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar brennur helst á stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækjanna. Það krafa fyrirtækjanna á svæðinu að framkvæmdir við mislæg gatnamót verði settar í forgang áður en alvarleg slys verða á svæðinu. Bið eftir aðgerðum getur samhliða haft áhrif á vöxt og frekari uppbyggingu þar sem áhugasöm fyrirtæki hafa sett það fyrir sig að byggja upp starfsemi eða flytja á svæðið vegna þessa.
Stækkandi iðnaðarsvæði með mikla umferð stórra bíla
Fjöldi fyrirtækja á Hellnahrauni, Selhrauni og á Völlunum í heild er í dag 156 og ætla má að starfsmenn séu a.m.k. 1700 talsins. Stór hluti starfsmanna þessara fyrirtækja, íbúar á svæðinu sem eru tæplega 5.000 talsins auk gesta og viðskiptavina, sem sækja þjónustu á svæðið, fer um þau T-gatnamót sem um ræðir og sett voru upp sem tímabundin lausn meðan svæðið var í uppbyggingu. Um gatnamótin aka a.m.k. 217.000 stórir flutningabílar á ársgrundvelli eða að meðaltali 93 trukkar á klukkustund (virka daga frá kl. 7:30 – 18) samkvæmt tölum frá sex stórum fyrirtækjum á svæðinu auk annarrar umferðar. Rekstraraðilar á svæðinu hafa lýst yfir þungum áhyggjum af öryggi starfsmanna sinna og vilja að bæjaryfirvöld grípi til viðeigandi þrýstiaðgerða áður en alvarleg slys verða. Fyrirtækin munu fylgja erindi sínu og áhyggjum eftir með bréfi til innanríkisráðuneytisins og annarra viðeigandi aðila. Vilja þau að framkvæmdalokum vegna mislægra gatnamóta verði flýtt til 2017 og að framkvæmdir fari af stað sem fyrst á árinu 2016. Verði ekki hægt að grípa til aðgerða strax er það krafa fyrirtækjanna að sett verði upp ljósastýring. Við það yrði umferð hægari og öryggi ykist þó svo að ljóst sé að eina varanlega lausnin séu mislæg gatnamót. Hér er um að ræða einn fjölfarnasta veg landsins og mun umferð um hann aukast enn frekar á næstu misserum. Fyrirtækin skora á sveitarfélagið að fjármagna framkvæmdina sjálft enda séu fordæmi fyrir því og lána Vegagerðinni vegna framkvæmdarinnar. Fyrirtækin vilja jafnvel ganga svo langt að lána fjármagn sjálf til framkvæmdarinnar og tryggja þannig betur öryggi sitt og íbúa í Vallarhverfinu, íbúðahverfi sem næst er iðnaðarsvæðinu og hefur á að skipa einum fjölmennasta grunnskóla landsins.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…