Fyrirtæki vikunnar hjá MsH

Fréttir

Aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Hafnarfjarðar eru úr öllum hverfum bæjarins, þau eru stór og smá og stunda afar fjölbreytta starfsemi. Markaðsstofan vill kynnast fyrirtækjunum betur og leyfa öðrum að gera slíkt hið sama. Vikulega verður því dregið út eitt fyrirtæki til kynningar. 

Nýtt framtak hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar 

Aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Hafnarfjarðar eru úr öllum hverfum bæjarins, þau eru stór og smá og stunda afar fjölbreytta starfsemi. Markaðsstofan vill kynnast fyrirtækjunum betur og leyfa öðrum að gera slíkt hið sama. Vikulega verður því dregið út eitt fyrirtæki til kynningar. 

Fyrirtaekivikunnar

Vikulega ætlar Markaðsstofan því að draga út eitt fyrirtæki, heimsækja það, taka myndir og skrifa grein í kjölfarið. Öll skráð aðildarfyrirtæki eru nú þegar komin í pott og dregið verður á hverjum mánudegi. Hægt að fylgjast með útdrættinum í story á Facebooksíðu Markaðsstofu Hafnarfjarðar og á Instagram en greinin verður birt á heimasíðu MsH sem og á samfélagsmiðlum.

Fyrsti útdráttur verður mánudaginn 17. ágúst. 

Ábendingagátt