Fyrirtækjafundir Markaðsstofu

Fréttir

Eitt af hlutverkum Markaðsstofu Hafnarfjarðar er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Hafnarfirði í nánu samstarfi við atvinnulíf, sveitarfélag og aðra þá sem vilja stuðla að uppbyggingu í bænum. 

Sem lið í samstarfi og uppbyggingu býður Markaðsstofan til fyrirtækjafunda í fjórum hverfum nú í október.  Skráning á fundi er hafin.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun rekin af
fyrirtækjunum í bænum og hafa nú þegar hátt í 60 fyrirtæki gerst aðilar að
stofunni. Til viðbótar kemur framlag frá Hafnarfjarðarbæ. Eitt af hlutverkum Markaðsstofu
Hafnarfjarðar er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í
Hafnarfirði í nánu samstarfi við atvinnulíf, sveitarfélag og aðra þá sem vilja
stuðla að uppbyggingu í bænum.

Fyrirtækjafundir í fjórum hverfum Hafnarfjarðar

Sem lið í samstarfi og uppbyggingu býður Markaðsstofan til fyrirtækjafunda í
hverfum núna í október.  Bænum hefur verið skipt upp í fjögur hverfi: 

  • Hraun (11.
    okt)
  • Velli (13. okt)
  • Hafnarsvæði/Holt (18. okt)
  • Miðbæ (20. okt)

Á
fundunum verður starfsemi Markaðsstofu kynnt og stofnuð félög
 fyrirtækja í viðkomandi hverfi (hverfafélög) sem hafa það að markmiði að
efla hverfið, auka samtakamátt og sýnileika þess. Gestir fundar verða til viðbótar bæjarstjóri
og starfsmenn sem vinna að skipulagsmálum og þjónustu hjá Hafnarfjarðarbæ sem
munu fara yfir það helsta sem er að gerast í hverju hverfi fyrir sig. Í lok
fundar verða svo almennar umræður og fyrirspurnir. 

Sjá
dagskrá hér

Búið er að setja upp Facebook-viðburð fyrir
fundina og hvetjum við alla sem hafa tengingar við fyrirtæki og starfsmenn fyrirtækja hér í Hafnarfirði til að koma upplýsingum um fundi á framfæri: 

Ábendingagátt