Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 og jafnréttisviðurkenning

Fréttir

Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram í dag 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík. Samtals er verið að úthluta 12 milljónum króna í fyrri úthlutun eða 60%. 

Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ 

Afhending íþróttastyrkja fyrir
yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram í dag 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

20 milljónir á ári til stuðnings íþróttum barna og ungmenna í Hafnarfirði  

Samningur er í gildi fyrir
árin 2022-2024 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og
Hafnarfjarðarbæjar. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 10 milljónir króna á
ári hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna og unglinga í
Hafnarfirði. 20 milljónir í heild. Samtals er verið að
úthluta 12 milljónum króna í fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum eða 60% vegna
iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum og jafnréttisviðurkenningar. Óskað
var eftir umsóknum frá aðildarfélögum ÍBH í aprílmánuði og sóttu 13 félög um
stuðning úr sjóðnum. 

Eftirtalin félög fá stuðning út frá samningi og umsóknum:

  • Fimleikafélag Hafnarfjarðar
    kr. 4.152.178.
  • Knattspyrnufélagið Haukar
    kr. 2.785.699.
  • Fimleikafélagið Björk kr.
    1.596.623.
  • Sundfélag Hafnarfjarðar
    kr. 910.986.
  • Brettafélag Hafnarfjarðar
    kr. 637.690.
  • Badmintonfélag Hafnarfjarðar
    kr. 508.234.
  • Golfklúbburinn Keilir kr.
    364.394.
  • Dansíþróttafélag
    Hafnarfjarðar kr. 210.965.
  • Hestamannafélagið Sörli
    kr. 179.800.
  • Blakfélag Hafnarfjarðar
    kr. 45.549.
  • Bogfimifélagið Hrói Höttur
    kr. 38.357.
  • Tennisfélag Hafnarfjarðar
    kr. 35.960.
  • Íþróttafélagið Fjörður
    kr. 33.563.

Samtals kr. 11.500.000.-

Badmintondeild Badmintonfélags Hafnarfjarðar hlýtur jafnréttisviðurkenningu 

Jafnréttisviðurkenning er
veitt í fyrsta skipti á árinu 2022. Sú nýbreytni var tekin upp að félög þurfa
nú að sækja um viðurkenninguna sjálf og skila inn samantekt á stöðu
jafnréttismála inn í félaginu eða deildinni. Badmintondeild Badmintonfélags
Hafnarfjarðar (BH) sótti um og skilaði góðri samantekt á stöðu jafnréttismála í
deildinni að mati nefndar sem fór yfir umsóknir, hlýtur deildin kr. 500.000 í
styrk vegna góðrar stöðu á jafnréttismálum.

Ábendingagátt