Fyrsta áfanga við frágang Norðurbakka lokið

Fréttir

Framkvæmdir við frágang á Norðurbakkasvæðinu hafa staðið yfir í rúmt ár. Framkvæmdir hófust í upphafi árs 2021 með hleðslu grjótvarnar á Norðurbakkann og í framhaldinu var grjótvörn sett á Norðurgarð. Endurbygging Norðurgarðs hófst haustið 2021 og þessa dagana er frágangi á yfirborði Norðurbakka að ljúka. Þessum áfangasigri var fagnað í veðurblíðunni í dag þar sem framkvæmdaraðilar, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og starfsfólk komu saman, gengu um bakkann, skoðuðu afraksturinn og ræddu framtíðina á svæðinu.

Norðurbakkinn mun verða ein af náttúruperlum Hafnarfjarðar til framtíðar
litið

Framkvæmdir við frágang á
Norðurbakkasvæðinu hafa staðið yfir í rúmt ár. Framkvæmdir hófust í upphafi árs
2021 með hleðslu grjótvarnar á Norðurbakkann og í framhaldinu var grjótvörn
sett á Norðurgarð. Endurbygging Norðurgarðs hófst haustið 2021 og þessa dagana
er frágangi á yfirborði Norðurbakka að ljúka. Þessum áfangasigri var fagnað í
veðurblíðunni í dag þar sem framkvæmdaraðilar, bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og
starfsfólk komu saman, gengu um bakkann, skoðuðu afraksturinn og ræddu
framtíðina á svæðinu. 

IMG_4154

Áhersla á heillandi hönnun og góða tengingu við sjóinn  

Þessi framkvæmd tengir
Norðurbakkann betur við miðbæinn með gönguleið og vísir er kominn að
útivistarsvæði sem gerir Norðurbakkasvæðið enn meira aðlaðandi fyrir íbúa og
gesti. Framkvæmdin er hluti uppbyggingar og fullnaðarfrágangs Strandstígs, allt
frá Langeyrarmölum að smábátahöfninni, og felur í sér endurgerð á yfirborði
bryggju og bryggjukanti með göngustígum, dvalarsvæði, handriðum, lýsingu og
gróðri. Gott pláss hefur verið skapað fyrir gangandi og hjólandi umferð og
áhersla lögð á heillandi hönnun og góða tengingu við sjóinn. Gengið var
snemmsumars til samninga við Verktækni ehf um framkvæmdina en Vélsmiðja Konráðs
Jónssonar ehf sá um handrið á bakka. Aðalhönnun á yfirborði var í höndum
Landslags ehf., Liska ehf. sá um lýsinguna, Strendingur um burðarþol og VSB
verkfræðistofa um stálhluta burðarþols. Eftirlit var í höndum VSB verkfræðistofu.

IMG_4145

Fjölbreytt og heillandi
útivistarsvæði fyrir gesti og gangandi

Hugmyndin til framtíðar litið
er að gera Norðurbakkasvæðið í heild að fjölbreyttu og heillandi útivistarsvæði
fyrir gesti og gangandi. Grjótvörnin, sem risið hefur, gefur möguleika á að
koma fyrir flotbryggju á svæðinu. Austasti hluti Norðurbakkans verður ekki
grjótvarinn en þar er dorgveiði m.a. mjög vinsæl.

NordurbakkinnUtivist3

Eldri tilkynningar um framkvæmdina fyrir áhugasama

Ábendingagátt