Fyrsta listavika Litrófunnar og Nýsköpunarsetursins 3.-7. nóvember

Tilkynningar

Fyrsta Listavika Litrófunnar og Nýsköpunarsetursins verður haldin í setrinu dagana 3.-7. nóvember. Viltu taka þátt? Skráning hafin.

Taktu þátt – Skráning hafin

Fyrstu vikuna í nóvember, dagana 3.-7. nóvember, heldur Nýsköpunarsetrið í samstarfi við félagasamtökin Litrófuna fyrstu listaviku sína. Skynsegin og/eða hinsegin listafólki er boðið að taka þátt og móta fjölbreytta dagskrá sem fer fram alla vikuna.

Frá mánudegi til fimmtudags býðst listafólki að nýta rými hússins til námskeiðahalds, listasýninga, gjörninga, tónleika eða hvað sem þeim dettur í hug. Öll sköpun sem þeim dettur í hug er velkomin!

Á föstudaginn endar vikan með skynvænum listamarkaði í Kubbinum, sýningarsalnum okkar, þar sem þátttakendur geta sýnt og selt handverk, listaverk og eigið efni.

Stefnt er á að fylla húsið af lífi og list, skapa öruggt umhverfi fyrir skynsegin og/eða hinsegin einstaklinga og færa fjölbreytta menningu og list nær samfélaginu í Hafnarfirði.

Ábendingagátt