Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin kl 15:00 í dag. Skólinn er áttundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé Hafnarfjarðarbæjar, einkum tekjur af lóðasölu. Skarðshlíðarskóli hóf starfsemi í vikunni í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju en þar fer kennslan fram á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga standa yfir.
Það voru þær Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs og formaður fræðsluráðs og Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar og formaður fjölskylduráðs sem tóku fyrstu skóflustunguna ásamt þeim Alexander Dýra Eyjólfssyni elsta nemenda skólans og þeim yngsta, Kristbjörgu Evu Arnarsdóttur. Í framhaldinu var boðið til kaffisamsætis í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Þar kynntu fulltrúar Eyktar, byggingarverktakans bygginguna og framkvæmdina.
,,Þetta er bæði mikilvægur og ánægjulegur áfangi í hafnfirskri skólasögu,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs og fræðsluráðs við skóflustunguna í dag. ,,Vil ég óska tilvonandi nemendum, foreldrum, starfsmönnum og Hafnfirðingum öllum til hamingju og vona að gæfa eigi eftir að fylgja framkvæmdinni og skólastarfinu öllu í framtíðinni.“
Níutíu og sex nemendur eru skráðir í skólann þetta skólaár en þegar hann verður fullbyggður verður hann tveggja hliðstæðu grunnskóli með um 400-500 nemendur. Gert er ráð fyrir fjögurra deilda leikskóla fyrir 80-90 nemendur og útibúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem getur annað allt að 200 nemendum. Sérstaða skólans er að leik-, grunn- og tónlistarskóli verða reknir á sama stað og áhersla verður á sviðslistir (dans og leiklist) í kennslu.
Það er verktakafyrirtækið Eykt sem byggir skólann samkvæmt samningi sem undirritaður var í sumar. Fyrsta áfanga framkvæmdarinnar á að vera lokið haustið 2018 og mun þá Skarðshlíðarskóli flytja í húsnæðið. Gert er ráð fyrir að sumarið 2019 verði húsnæði fyrir leikskólann tilbúið og að ári síðar, eða sumarið 2020, verði skólinn fullbyggður, þ.e. grunn- og leikskóli, tónlistarskóli og íþróttahús.
Skarðshlíðarskóli mun samanstanda af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.800 m2, tónlistarskóla um 480 m2, leikskóla um 760 m2og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.910 m2. Byggingarnar verða hannaðar samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan fólks í fyrirrúmi.
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…
Sunnudaginn 15. desember voru veittar viðurkenningar á Thorsplani fyrir best skreyttu húsin í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…