Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fyrsta skóflustungan að metnaðarfullri uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar var tekin í dag þar sem áður stóð Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar. Fullbyggð mun nýbyggingin, sem verður um 9000 m2, hýsa verslanir og þjónustu á jarðhæð sem tengir Strandgötu við verslunarmiðstöðina, nútímalegt bókasafn, almenningsgarð á 2. hæð aðgengilegan frá Strandgötu, glæsilegar íbúðir og hótelíbúðir.
Fyrsta skóflustungan að metnaðarfullri uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar var tekin í dag þar sem áður stóð Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Fullbyggð mun nýbyggingin, sem verður um 9000 m2, hýsa verslanir og þjónustu á jarðhæð sem tengir Strandgötu við verslunarmiðstöðina, nútímalegt bókasafn, almenningsgarð á 2. hæð aðgengilegan frá Strandgötu, glæsilegar íbúðir og hótelíbúðir. Byggingarreiturinn hefur verið sameinaður Fjarðargötu 13-15 og voru aðalteikningar samþykktar í lok september. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár. Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum Firði, Umfangsmesta uppbygging í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi.
„Nýtt hús opnar á tækifæri og möguleika fyrir fjölbreyttari verslun og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar. Við viljum halda áfram að byggja upp lifandi og blómstrandi bæ sem tekur hlýlega á móti vaxandi fjölda íbúa og gestum víðsvegar að. Tilkoma nýs húss á þessum einstaka stað í hjarta Hafnarfjarðar er mikilvæg lyftistöng fyrir rekstur og þjónustu í sveitarfélaginu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Undirbúningur framkvæmda hefur staðið yfir í nokkurn tíma og hefst jarðvinna innan skamms þar sem grafið verður fyrir bílakjallara sem verður undir byggingunni. Uppsteypa hússins verður unnin að mestu á árinu 2023 og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið til notkunar í árslok 2024 og fram eftir ári 2025. Með þessum áformum er verið að svara ákalli íbúa, Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja á svæðinu um lágverðsmatvöruverslun í miðbæinn, græn svæði og hönnun sem ýtir undir lifandi miðbæ. Sérstaklega hefur verið horft til þess að tryggja góða blöndu verslunar-, þjónustu og íbúða.
Það var í árslok 2020 sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að flytja Bókasafn Hafnarfjarðar úr núverandi húsnæði að Strandgötu 1 í þetta nýja húsnæði og samhliða endurhugsa hlutverk og tilgang bókasafnsins með fjölbreyttar þarfir notenda í huga. Framundan hjá Hafnarfjarðarbæ er kortlagning á breyttu hlutverki og fjölþættum tilgangi bókasafna þar sem horft verður til vinsælla safna meðal annars á Norðurlöndunum. „Nú þegar skóflustungan hefur verið tekin og við sjáum framkvæmdina fara af stað þá getum við farið að stíga næstu skref í hönnun bókasafns framtíðarinnar hér í Hafnarfirði,“ segir Rósa.
Könnun meðal Hafnfirðinga um bókasafn framtíðarinnar skilaði meðal annars hugmyndum um kaffihús, leiksvæði, þægilegar setustofur og lengri afgreiðslutíma. Á nýjum bókasöfnum í dag er áhersla lögð á að auk góðs úrvals af lestrar- og afþreyingarefni sé hægt að fá afnot af tækjum, tólum og aðstöðu sem eru allajafna dýr í innkaupum eins og þrívíddarprentarar og vínylskerar, saumavélar og upptökuaðstaða. Vísi að aukinni þjónustu af þessu tagi er þegar í dag að finna á Bókasafni Hafnarfjarðar. Nýtt húsnæði á einni hæð býður á sama tíma upp á mikla möguleika til að þjóna gestum mun betur og stærri og opnari fjölnotasalur myndi nýtast vel fyrir fjölbreytta viðburði, kynningar, fundi og skemmtun. Árlega koma á bókasafnið um 125.000 gestir á öllum aldri.
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…