Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju kjörtímabili

Fréttir

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á nýju kjörtímabili var haldinn í dag miðvikudaginn 8. júní í Hafnarborg. Lagður var fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar og kosið í ráð og nefndir sveitarfélagsins. Valdimar Víðisson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 en flokkarnir skipta með sér embætti bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á tímabilinu.

Nýtt kjörtímabil 2022-2026 er hafið

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á nýju kjörtímabili var haldinn í dag miðvikudaginn 8. júní í Hafnarborg. Lagður var fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar og kosið í ráð og nefndir sveitarfélagsins. Valdimar Víðisson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 en flokkarnir skipta með sér embætti bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á tímabilinu. 

Baejarstjorn2022_2026Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kjörtímabilið 2022 – 2026. Efri röð frá vinstri: Margrét Vala Marteinsdóttir (B), Árni Rúnar Þorvaldsson (S), Hildur Rós Guðbjargardóttir (S), Orri Björnsson (D), Sigrún Sverrisdóttir (S), Jón Ingi Hákonarson (C) og Kristín Thoroddsen (D). Neðri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs (B), Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar (D) og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri (D). Á myndina vantar Guðmund Árna Stefánsson (S). 

Lagðar voru fram tillögur meirihluta um áherslur í upphafi á nýju kjörtímabili en þær eru:

  1. Skilvirkni á skipulags- og byggingarsviði
  2. Atvinnustarfsemi á nýbyggingarsvæðum
  3. Skipulag leikskóladagsins
  4. Íbúðir fyrir eldra fólk
  5. Frístundastyrkir
  6. Réttindi fatlaðs fólks
  7. Tónlistarskóli og leikhús

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri hlakkar til áframhaldandi meirihlutasamstarfs og að fylgja eftir verkum síðasta kjörtímabils. „Við erum einhuga og samstíga í því að halda áfram að byggja upp í Hafnarfirði með áherslu á samfélagið, fólk og fyrirtæki. Við munum leggja áherslu á skilvirkni, gott skipulag og greiðan aðgang að þjónustu með notendur í huga. Framtíðarsýn Hafnarfjarðar hefur verið mótuð í nánu samtali við íbúa, starfsfólk og aðra hagsmunaaðila. Skýr málefnasamningur liggur fyrir og við höldum áfram að marka leiðina og framkvæma. Fólkið verður áfram í fyrsta sæti í Hafnarfirði,“ segir Rósa.

Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs tekur undir með Rósu. „Áhersla verður lögð á að halda áfram því öfluga starfi sem unnið hefur verið síðustu árin. Þetta kjörtímabil mun einkennast af fjölbreyttum verkefnum og framkvæmdum með byggingu íbúða og nýrra hverfa, eflingu atvinnulífs, aukinni velferð og lífsgæðum íbúa á öllum aldri og uppbyggingu mikilvægra innviða,“ segir Valdimar.

Fundargerð bæjarstjórnar frá fyrsta fundi á nýju kjörtímabili 

Ábendingagátt