Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fyrsti Zipcar deilibíllinn er kominn til Hafnarfjarðar og er þegar orðinn aðgengilegur áhugasömum íbúum og starfsfólki fyrirtækja í Hafnarfirði. Deilibíllinn er frábær viðbót við þá fjölbreyttu samgöngumöguleika sem standa íbúum Hafnarfjarðar til boða.
Fyrsti Zipcar deilibíllinn er kominn til Hafnarfjarðar og er þegar orðinn aðgengilegur áhugasömum íbúum og starfsfólki fyrirtækja í Hafnarfirði. Deilibíllinn stendur á merktu stæði á horni Fjarðargötu og Linnetsstígs í miðbænum og virkar þjónustan þannig að íbúar bóka bílinn, sækja hann og skila aftur á sama stað í sama stæði. Deilibíllinn er frábær viðbót við þá fjölbreyttu samgöngumöguleika sem standa íbúum Hafnarfjarðar til boða.
Frá vinstri: Arnar Þórsson viðskiptastjóri hjá Zipcar Íslandi, Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, Helga Ingólfsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar, Arnþór Jónsson sölustjóri hjá ZipCar Íslandi, Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur hjá Eflu, Gísli Þór Guðmundsson frá Zipcar Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar hjá Hafnarfjarðarbæ.
Tilraunaverkefni til sex mánaða – framhaldið veltur á áhuga og fjölda virkra notenda
Sveitarfélögin Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær og Garðabær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um deilibíla sem leitt er af verkfræðistofunni EFLU í samstarfi við Zipcar deilibílaleigu með styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Framlag sveitarfélaganna felst fyrst og fremst í úthlutun og merkingu bílastæðis fyrir deilibíl og aðstoða eins og kostur er við innleiðingu þjónustunnar. Verkefnið hefur þann tilgang að meta áhrif þess að innleiða og efla vöxt deilibíla hjá sveitarfélögunum þremur. Mun Efla, á meðan á tilraunaverkefni stendur, standa að rannsóknum á ferðavenjum og viðhorfi ásamt rýni viðeigandi gagna. Reynslutímabilið er 6 mánuðir og að þeim tíma loknum veltur framhald verkefnis á áhuga og fjölda notenda. Þannig geta íbúar og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði haft bein áhrif á vöxt deilibíla í Hafnarfirði.
Aktu minna og snjallar
Hugmyndafræðin um deilibíla eru vel þekkt víða um heim og hafa rannsóknir sýnt að þeir geti spilað stórt hlutverk í þeirri vegferð íbúa að lifa án einkabílsins og stuðla þannig að breyttum ferðavenjum. Hér á landi hefur þessi þjónusta aðeins verið í boði miðsvæðis í Reykjavík og í Kópavogi en verður nú til a.m.k. 6 mánaða einnig í boði í Hafnarfirði, Garðabæ og á Akureyri. Einn deilibíll verður aðgengilegur íbúum og starfsfólki fyrirtækja í Hafnarfirði í að minnsta kosti þessa sex mánuði. Vonir standa til þess að eftir þessa sex mánuði verði deilibílinn sjálfbær í rekstri og að þannig skapist rekstrargrundvöllur fyrir deilibílaþjónustu í Hafnarfirði til frambúðar.
Allar nánari upplýsingar á vef Zipcar – Zipcar.is – AKTU DEILDU NJÓTTU
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…