Fyrstu leigjendurnir flytja inn fyrir jólin

Fréttir

Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru lausar til umsóknar við Hádegisskarð í Skarðshlíð. Þessum leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Það er stór hópur fólks sem flytur inn í fallegar íbúðir við Hádegisskarð á næstu dögum og vikum. 

Öllum leiguíbúðum við
Hádegisskarð í Skarðshlíð hefur verið úthlutað

Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar
voru lausar til umsóknar við Hádegisskarð í Skarðshlíð. Þessum leiguíbúðunum er
ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði
í langtímaleigu. Opnað var fyrir umsóknir í upphafi október og rann
umsóknarfrestur út um miðjan nóvember. Dregið var úr innsendum umsóknum og búið
að skrifa undir leigusamninga við þá sem dregnir voru út og uppfylltu sett
skilyrði. Fyrstu íbúarnir ætla sér að flytja inn fyrir jólin.

Tveir einstæðir feður
í hópi leigjenda

Það er stór hópur fólks sem flytur inn í fallegar íbúðir við
Hádegisskarðið á næstu dögum og vikum. Meðal nýrra leigjanda eru þeir Þórhallur
Sigurðsson og Oddur Ingvarsson, einstæðir feður sem báðir eru með börn í
umgengni hjá sér. Báðir hafa þeir búið í foreldrahúsum um nokkurt skeið og
gefist upp á því kapphlaupi sem fylgt getur lífinu á leigumarkaði. Einnig eiga
þeir börn sem búsett eru í nágrenni Skarðshlíðarhverfis og úthlutunin því
kærkomin. „Það er afar ánægjulegt að sjá
þessa nýju leið í þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins verða að veruleika og
tryggja þannig hópi fólks aðgang að nýju og öruggu húsnæði í
langtímaleigu. Ekki skemmir
staðsetningin hér í Skarðshlíðinni fyrir þar sem stutt er í fallega náttúruna,
glæsilegur leik- og grunnskóli tekinn til starfa og fjöldi húsa hreinlega
hrannast upp þessa dagana þrátt fyrir kulda og vetrartíð. Þetta er mikil
gleðistund.“
segir Rósa Guðbjartsdóttir sem afhenti nýjum leigjendum
lyklana í dag. Til framtíðar litið er
gert ráð fyrir að reksturinn verði að fullu sjálfbær og ef vel tekst til þá
ætti verkefnið að vera öðrum sveitarfélögum, félagasamtökum og verktökum hvatning
til sambærilegra framkvæmda.

LyklarnirAfhentirRósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri með Þórhalli Sigurðssyni og Oddi Ingvarssyni sem báðir fengu íbúð við Hádegisskarðið. 

Um Skarðshlíð
íbúðarfélag hses.

Skarðshlíð íbúðarfélag hses og Modulus eignarhaldsfélag
gerðu með sér samning um uppbyggingu á íbúðum á lóðunum Hádegisskarð 12 og 16 í
Skarðshlíð í maí 2018. Stofnaðili Skarðshlíðar íbúðarfélags hses er
Hafnarfjarðarbær og er hugmyndafræðin til framtíðar að íbúar sjái sjálfir um
stjórn og rekstur félagsins. Sjálfseignarstofnunin Skarðshlíð íbúðarfélag hses.,
sem stofnuð var í lok árs 2017, er rekin án hagnaðarsjónarmiða og hefur þann
tilgang að byggja eða kaupa, eiga eða hafa umsjón með rekstri og viðhaldi
almennra íbúða og veita þjónustu í almannaþágu samkvæmt lögum um almennar
íbúðir. 

Upplýsingar um Skarðshlíð íbúðarfélag hses. er að finna hér

Hafnarfjarðarbær óskar nýjum leigutökum innilega til
hamingju með nýju heimilin.

Ábendingagátt