Úttekt á gæðaviðmiðum í hafnfirsku íþróttastarfi

Fréttir

Nýverið var kynnt í fræðsluráði úttekt sem Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar stóðu að gagnvart því hvort íþróttafélög í bænum sem eru með þjónustusamning við Hafnarfjörð uppfylli þau gæðaviðmið sem fram koma í samningi. 

Öll íþróttafélög með þjónustusamning uppfylla sett gæðaviðmið

Nýverið var kynnt í fræðsluráði úttekt sem Hafnarfjarðarbær
og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar stóðu að gagnvart því hvort íþróttafélög í
bænum sem eru með þjónustusamning við Hafnarfjörð uppfylli þau gæðaviðmið sem fram koma í samningi. 

Viðmið hert enn frekar og nú gerð krafa um ákveðið kynjahlutfall í stjórnum félaganna  

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á árinu 2018 að skilyrða fjárveitingar
til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og
unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og
fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Íþrótta-
og tómstundanefnd bjó til ákveðin viðmið og matskvarða sem íþróttafélögum er gert að uppfylla að a.m.k. 90% leyti. Árið 2021 fór fram úttekt á þáttunum hjá þessum
íþróttafélögum.  Á nefndarfundi íþrótta- og tómstundanefndar í vor var staðan metin og í ljós kom að öll íþróttafélögin sem eru með
þjónustusamning uppfylla viðmiðin. Fyrir starfsárið 2022 hefur íþrótta- og tómstundanefnd
hert viðmiðin og núna verða gerðar kröfur um að í stjórnum íþróttafélaga og
deilda innan þeirra verði kynjahlutföll innan 40/60%. Þannig að í fimm manna
stjórn verði minnst tveir af sama kyni.

Niðurstöður úttektar á gæðaviðmiðum íþróttafélaganna

Ábendingagátt