Gæludýrahald í félagslegum íbúðum

Fréttir

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt breytingar á reglum varðandi gæludýrahald í félagslegum íbúðum sveitarfélagsins. Leyfilegt er nú orðið að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á síðasta fundi
ráðsins breytingar á reglum varðandi gæludýrahald í félagslegum íbúðum
sveitarfélagsins. Leyfilegt er nú orðið að halda hund eða kött í félagslegum
íbúðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Leyfið er háð þeim skilyrðum að ef um
sameiginlegan inngang eða stigagang er að ræða er hunda- og kattahald háð
samþykki 2/3 hluta eigenda. Ef um sérinngang er að ræða er gæludýrahaldið
leyfilegt.

Gæludýrahald hefur til þessa verið bannað í félagslegu
húsnæði Hafnarfjarðarbæjar. Á næstu dögum verða breyttar reglur kynntar
hlutaðeigandi. 

Ábendingagátt