Gæsluvellir á Hamravöllum og Hvammi í sumar

Fréttir

Róló/gæsluvellirnir er opnir vikurnar 24. júlí-28. júlí og 31. júlí- 4. ágúst, á Hamravöllum og á Hvammi.

Gæsluvellir á Hamravöllum og Hvammi í sumar

Í sumar eru starfræktir gæsluvellir/róló við leikskólann Hvammur að Staðarhvammi 23  og leikskólann Hamravellir að Hvannavöllum 1. Gæsluvellirnir verða opnir frá kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00, vikurnar 24. júlí-28. júlí og 31. júlí- 4. ágúst.

Gæsluvellirnir eru fyrir börn á aldrinum 2–5 ára (fædd 2021-2018). Börnin þurfa að mæta klædd eftir veðri og gott er að hafa nesti með sér.

Hægt er að skrá sig inn á sumar.vala.is, og hægt er að velja bæði 5 eða 10 skipta kort.

Almennar upplýsingar til foreldra

Gæsluvöllurinn er einungis ætlaður til útileikja og getur ekki komið í stað leikskóla. Því er ráðlagt að hafa ung börn ekki lengur en 1,5 klst. í senn á dag. Ekki eru aðstæður til að skipta á börnum og því verða þau að geta notað salernið sjálf. Einnig þurfa börnin að vera klædd eftir veðri. Gott er að börnin hafi meðferðis vatnsbrúsa og létta hressingu.

Umsjónarmenn námskeiðsins:

Breki Snorrason í síma: 664-7121

Sigríður Diljá Vilhjálmsdóttir í síma: 664-7123.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ábendingagátt