Gæsluvellir á Hlíðarbergi og Hamravöllum opnir frá 18. júlí – 29. júlí

Fréttir

Í sumar eru starfræktir gæsluvellir/róló við leikskólann Hlíðarberg að Hlíðarbergi 1 og leikskólann Hamravellir að Hamravöllum 1. Gæsluvellirnir verða opnir frá kl. 9–12 og 13–16 alla virka daga (lokað í hádeginu) frá 18. júlí – 29. júlí.

Í sumar eru starfræktir gæsluvellir/róló við leikskólann Hlíðarberg að Hlíðarbergi 1 og leikskólann Hamravellir að Hamravöllum 1. Gæsluvellirnir verða opnir frá kl. 9–12 og 13–16 alla virka daga (lokað í hádeginu) frá 18. júlí – 29. júlí. Gæsluvellirnir eru fyrir börn á aldrinum 2–6 ára (fædd 2020-2016).

Í boði eru tvennskonar kort:

  • 5 skipta kort – 1.261.- kr.

  • 10 skipta kort – 2.311.- kr.

Hægt er að kaupa kortin á Völu – sumarfrístund:

  • Velja Hafnarfjarðarkaupstaður undir “Veldu sveitarfélag”.

  • Slá inn gæsluvöllur eða róló í heiti námskeiðs. Hægt er að kaupa 5 eða 10 skipta kort á hvorum stað fyrir sig. Veljið þann stað sem á við og gangið frá greiðslu.

Aðeins er hægt að ganga frá greiðslu rafrænt á þennan máta. Umsjónarmaður námskeiðsins er Sigríður Diljá Vilhjálmsdóttir í síma: 664-7123.

Almennar upplýsingar til foreldra

Gæsluvöllurinn er einungis ætlaður til útileikja og getur ekki komið í stað leikskóla. Því er ráðlagt að hafa ung börn ekki lengur en 1,5 klst. í senn á dag. Ekki eru aðstæður til að skipta á börnum og því verða þau að geta notað salernið sjálf. Einnig þurfa börnin að vera klædd eftir veðri. Gott er að börnin hafi meðferðis vatnsbrúsa og létta hressingu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Ábendingagátt