Róló opnar 6. júlí

Fréttir

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllur eða róló frá 6. júlí – 3. ágúst  fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2010-2014). Völlurinn er staðsettur að Smyrlahrauni 41a og verður opinn frá kl. 8:30 – 12 og kl. 13 – 16:30. Lokað er í hádeginu. 

Í sumar verður starfræktur róló frá 6. júlí – 3. ágúst  fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2010-2014).  Völlurinn er staðsettur að Smyrlahrauni 41a og verður opinn frá kl. 8:30 – 12 og kl. 13 – 16:30. Lokað er í hádeginu. 

Hægt er að kaupa klippikort fyrir róló á MÍNUM SÍÐUM undir – skráning á sumarnámskeið 2016. Í boði eru tvennskonar klippikort.  Fimm skipta kort  á kr. 1.100.- og tíu skipta kort á kr. 2.000.-  Á MÍNUM SÍÐUM er hægt að greiða með kreditkorti og debetkorti en einnig er hægt að kaupa klippikort í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar. 

Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 664-5533. Umsjónarmaður er Sædís Kjærbech Finnbogadóttir en hún er nemi í tómstunda- og félagsmálafræði í Háskóla Íslands.

Almennar upplýsingar til foreldra

Róló er einungis ætlaður til útileikja og kemur ekki í stað leikskóla. Því er ráðlagt að hafa ung börn EKKI lengur en einn og hálfan tíma í senn á dag. Ekki eru aðstæður til að skipta á börnum staðnum og því verða þau að geta notað salernið sjálf.  Hvetjum foreldra til að nesta börnin sín og klæða þau eftir veðri. 

Sjáumst!

Ábendingagátt