Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Annasamir tímar eru framundan hjá Gaflarakórnum, enda aðventan gengin í garð. Kórinn söng á dögunum fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar. Það var í þakklætisskyni fyrir fimm tillistóla sem bærinn gaf kórnum í tilefni að 30 ára afmæli hans.
„Við sungum Grýlukvæði og önnur lög,“ segir Kristín Magnúsdóttir, formaður Gaflarakórsins. Kórinn söng þann 20. nóvember fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í þakklætisskyni fyrir fimm tillistóla sem bærinn gaf kórnum í tilefni að 30 ára afmæli hans.
„Margt fullorðið fólk er í kórnum. Sum eiga erfitt með að standa lengi. Þetta eru hærri stólar, fólk situr hærra og því eru þeir mjög hjálplegir. Við vildum sýna þakklæti okkar í verki og því var ákveðið að koma saman og syngja fyrir bæjarstjórnarfulltrúa rétt áður en þeir settust á bæjarstjórnarfund.“
Góð stemning er í kórnum. „Já, mjög góð stemning. Við fórum til Berlínar í sumar í tilefni 30 ára afmælisins,“ segir hún. Skemmtiferð.
Þakkarbréf Gaflarakórsins til bæjarstjórnarinnar.
En þurfa meðlimir að vera Gaflarar til að vera í Gaflarakórnum?
„Nei, maður þarf ekki að vera Gaflari til að vera í kórnum, en til að vera í stjórn hans þarftu að vera í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði,“ segir hún hressilega. „Félagar í kórnum mega vera Gaflarar, aðfluttir andskotar eða aðkomumenn,“ segir hún og hlær.
Sjálf hefur Kristín verið í kórnum í 7-8 ár. „Það þykir ekki langt. Sumir hafa verið frá upphæfi. Fólk orðið rúmlega nírætt. Tvö eru meðal stofnfélaga og enn að; Óskar og Ragga. Þau mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Kristín og nefnir þétta dagskrá framundan. Kórinn sé til að mynda meðal þriggja annarra sem syngi á tónleikum í Langholtskirkju á morgun, 5. desember.
„Svo förum við á hjúkrunarheimilin í Hafnarfirði og syngjum þar. Við syngjum við messur. Það er ekkert grín að vera í kór en afar skemmtilegt og gefandi,“ segir hún létt og spennt fyrir jólafundi kórsins um miðjan mánuðinn; jólamatur, jólahugvekja, sögur og dans. „Það er mjög gaman að vera í kór.“
Gaflarakórinn gerir víðreist um bæinn á aðventu, eins og sjá má á Facebook-síðu kórins:
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ. Dagurinn var tekinn mjög snemma hjá þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar…
Forseti lýðveldisins heimsótti Hraunvallaskóla nú í morgunsárið og sat í pallborði og svaraði spurningum nemendanna. Þau hafa tekið hvatningu forsetans…
Verksja.is er ný upplýsingagátt þar sem finna má upplýsingar um allar helstu framkvæmdir sem heyra undir Samgöngusáttmálann. Þar má kynna…
Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, býður ykkur hjartanlega velkomin á aðventunni. Safnið er vel staðsett við Strandgötu 34, í göngufæri…
Kakí og Kailash eru rótgrónar verslanir í Strandgötunni sem gaman er að heimsækja í aðdraganda jóla sem og aðra draga.…
Hafnarfjarðarbær og Hress heilsurækt hafa undirritað og handsalað samning um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri íbúa Hafnarfjarðar. Heilsueflingin miðast…
Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru…
Brikk á Norðurbakkanum er flaggskip þessa bakaríis enda það stærsta í keðjunni. Jólin lita bakaríð og deilir Oddur Smári Rafnsson…
Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu gengið til samninga við lóðarhafa um uppbyggingu tæplega 600 íbúða í grennd við suðurhöfnina í Hafnarfirði,…