Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gaflaraleikhúsið frumsýnir leikritið Ekki hugmynd í á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu a föstudagskvöld. Glæný lög og glænýtt leikrit.
„Nú er ég ekki að leikstýra heldur framleiða. Ég sit á hliðarlínunni, hokinn og reynslumikill framleiðandi og horfi á ungu listamennina að blómstra,“ segir Björk Jakobsdóttir, einn stofnanda Gaflaraleikhússins, spennt fyrir frumsýningunni á leikriti leikhússins Ekki hugmynd í á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu 30. janúar kl. 20.
„Nú er tími til að njóta þess sem við hjá Gaflaraleikhúsinu höfum alið upp. Já, og fá nýtt, öflugt sviðslistafólk í samstarf. Við viljum gefa ungu listafólki sviðið,“ segir hún og lýsir þessu glænýja leikriti.
„Þetta er nýtt frumskapað verk. Níu ný lög eru í sýningunni. Listafólkið sem stendur að sýningunni er svo frjótt og ferlið svo flæðandi,“ lýsir hún skemmtilega.
Eins og lýst er á vefnum eru mannabörnin Arnór, Óli og Vigdís öll týnd á tímamótum. þau hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að gera, en með gríni, misheimspekilegum kenningum, söng og öllum tiltækum leikhústrixum ætla þau að finna út úr þessu og færa íslensku þjóðinni svar við ráðgátum lífsins!,“ segir Björk.
„Óli Gunnar og Arnór hafa samið og leikið nokkur vinsæl verk fyrir okkur. Við höfum svo fengið tvo nýja snillinga í samstarf fyrir þetta verk. Vigdísi Hafliða, sem er stórkostleg listakona, uppistandari og tónlistarkona og Egil Andrason, leikstjóra sem er nýútskrifaður,“ segir hún. Leikritið semja svo og leika Vigdís Hafliða, Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson.
„Hugmyndavinna byrjaði síðasta vor,“ segir Björk. „Síðan taka við hittingar; frumdrög. Þau hafa skrifað síðan í september.“ Svo skarist hlutverkin og öll hafi þau áhrif á hvert annað.
„Já, í samsköpun víxlast hattarnir. Svo erum við með ungt fólk í listrænni hönnun. Við vildum hafa teymið ungt,“ segir Björk og lýsir því að sýningin sé alveg efni í saumaklúbbasýningar.
Björk Jakobsdóttir, einn stofnanda Gaflaraleikhússins, og bæjarlistamaður Hafnarfjarðarbæjar 2019.
„Bæði er ég komin á þann aldur að eiga tvo gríslinga á þrítugsaldri. Svo finn ég annað í verkinu. Það er þennan undirtón: Að finna sig, hef ég gert nóg? Er ég nóg? Þessar spurningar fæst maður við fram eftir öllum aldri. Hef ég fundið hamingjuna? Af hverju finn ég ekki ástina?“
Hún segir því umfjöllunarefnið líka skemmtilegt fyrir fólk sem hefur farið í gegnum þetta allt og horfi nú á yngri kynslóðir glíma við sömu lífsþrautina.
„Er ég gott foreldri?“ heldur hún áfram. „Af hverju ekki ég? Af hverju er mitt líf ekki þarna. Ég spegla mig. Við gamlingjarnir vorum öll sammála um það að þarna væru sögur sem við tengdum við.“
Björk segir að þau í Gaflaraleikhúsinu vilji hlæja með áhorfendum. „En á sama tíma viljum við fjalla um verðuga hluti. Við viljum taka litla kvíðahnútinn og henda honum á vegginn. Þannig að verkið er með sterk Gafló – einkenni,“ segir hún.
„Já, það er þessi pæling að sýna að við séum öll ágæt, þótt við séum bara meðaljónar. Já, og svo horfum við sem eldri erum á þessa kvíðakynslóð sem fær þátttökuverðlaun fyrir allt sem hún gerir. Svo er þetta er stórkostleg sýning fyrir foreldra og ungmenni til að fara á saman.
Uppsteypa á fyrsta nýja fjölbýlishúsinu sem rís við Hraun vestur er hafin. Þar rísa 106 íbúðir auk verslana.
Bæjarstjóri verður til taks og tilbúinn í spjall í kaffihorni Fjarðar á morgun milli kl. 11-13. Öll velkomin.
Hafnarfjarðarbær hefur stofnað bílastæðasjóð til að taka á stöðubrotum í bænum. Bærinn auglýsir eftir stöðuverði.
Krakkar í 6. bekkjum hafnfirskra skóla nutu listar fyrir alla í bæjarbíói í morgun. Þá steig hljómsveitin Brek, undir nafninu…
Framkvæmdir eru að hefjast við Norðurbakkann. Vinna við þennan lokafrágang mun standa yfir fram í byrjun maí næstkomandi.
Sett verður upp listasmiðja í um 70 fermetra rými í Læk, sem athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Forstöðumaður Lækjar,…
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta…
Umfangsmikil vinna hefur átt sér stað í Hafnarfirði sem tengist farsæld barna og samþættingu þjónustu.
Bæjarstjóri skoðaði nýja fjölbýlishúsið að Suðurgötu 44 og segir það fallegt dæmi um þéttingu sem eykur gæði hverfisins og virðir…