Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gaflarinn Gunnar Már Torfason fagnar 100 ára afmæli í dag. Gunnar, eða Gunni Mössu eins og hann er jafnan kallaður, fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1924. Hann býr í dag í góðu yfirlæti á Hvaleyri á Sólvangi þangað sem hann flutti 97 ára að aldri.
Gaflarinn Gunnar Már Torfason fagnar 100 ára afmæli í dag. Gunnar, eða Gunni Mössu eins og hann er jafnan kallaður, fæddist í Hafnarfirði 24. júní 1924. Hann býr í dag í góðu yfirlæti á Hvaleyri á Sólvangi þangað sem hann flutti 97 ára að aldri. Gunnar fagnar tvöfalt í dag, bauð í kaffi og köku á Sólvangi fyrri hluta dags fyrir íbúa og gesti og heldur aðra veislu fyrir fjölskyldu og vini. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson fagnar einnig afmæli í dag og munu þeir félagar hittast síðdegis og fagna saman. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri kíkti í afmæliskaffi á Sólvang og færði Gunnari Má blómvönd og súkkulaði með fallegum kveðjum frá bænum. Hjartanlega til hamingju með daginn báðir tveir!
Gunnar Már hefur komið víða við síðustu 100 árin og hefur mestan hluta ævi sinnar búið í Hafnarfirði. Ungur að árum undi hann hag sínum vel í sveitinni að Vesturkosti á Skeiðum og að Efri Rauðlæk í Holtum. Gunnar Már var um tíma til sjós en starfaði nær alla sína ævi í eigin rekstri sem vörubílsstjóri í Hafnarfirði og vann þá m.a. fyrir Íshús Hafnafjarðar, Góðtemplara, Hvaleyrarbræður, Rafveitu Hafnarfjarðar og Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði þar sem hann var félagi. Starfsferli Gunnars lauk við níræðisaldurinn og var ökuskírteininu skilað inn fyrir fimm árum síðan, þá 95 ára. Gunnar lét sig bæjarmálin varða og var tíður og afar áhugasamur gestur í sal bæjarstjórnar á hennar reglubundnu fundum. Hann tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði alla tíð, sat meðal annars í atvinnumálanefnd bæjarins 1988 og áfengisvarnarnefnd 1998. Þegar Gunnar Már varð níræður bað hann gesti um að safna með sér í sjóð sem hann, ásamt fjölskyldu sinni, síðan færði fjarskiptahópi Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Fyrir sjóðinn fjárfesti björgunarsveitin í Honda rafstöð öllum til mikillar ánægju. Eiginkona Gunnars Más var Auður Þorláksdóttir. Saman eignuðust þau sex börn og eru af komendur þeirra orðnir sextíu.
Fimm Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli á árinu 2024, einn 101 árs afmæli og einn 102 ára afmæli. Í heild sjö Hafnfirðingar sem fagna enn lífinu orðnir aldargamlir. Íbúar í Hafnarfirði í dag eru orðnir 32.052 og fer fjölgandi.
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…