Garðaúrgangur sóttur heim

Fréttir

Starfsmenn bæjarins verða á ferð um bæinn dagana 16. – 22. maí við að sækja garðaúrgang heim til íbúa.  Allur garðaúrgangur þarf að vera í pokum og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að nýta sér þjónustuna.

Starfsmenn bæjarins verða á ferð um bæinn dagana 16. – 22. maí. Þannig verður garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 16. maí, í Setbergi Kinnum og Hvömmum 18. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 22. maí.

Íbúar í Hafnarfirði eru beðnir um að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk í lok settra hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. Athugið að allur garðaúrgangur þarf að vera í pokum og höfum hugfast að hæfilega þungir pokar auðvelda starfsmönnum hreinsunarstörfin. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins.

Að vorhreinsun lokinni verða eigendur og lóðarhafar sjálfir að fara með garðaúrgang til Sorpu – upplýsingar um afgreiðslutíma er að finna á heimasíðu Sorpu: www.sorpa.is  Tilvalið er einnig að safna garðaúrgangi yfir sumartímann saman í safnhaug á góðum stað í garðinum og nýta til moltugerðar.

Sjá kort með hverfaskiptingu og settum degi hér

Hreinsum og fegrum fjörðinn okkar! 

Ábendingagátt