Garðaúrgangur sóttur heim

Fréttir

Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 2- 11. maí. Garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ verður sóttur heim þriðjudaginn 2. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum fimmtudaginn 4. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti fimmtudaginn 11. maí.  Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera búnir að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. 

Hreinn Hafnarfjörður…með þátttöku allra!

Vorsópun á götum og göngustígum er að eiga sér stað í Hafnarfirði þessa dagana og mun standa yfir til mánaðamóta. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Líkt og í fyrra hvetur Hafnarfjarðarbær til samfélagsátaks í hreinsun þar sem allir íbúar, nemendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana á svæðinu eru hvattir til virkrar þátttöku. Með samhentu samfélagsátaki í hreinsun þar sem allir hugsa um sitt nærumhverfi þá verður Hafnarfjörður hreinn og fínn á stuttum tíma fyrir sumarið.

Vorhreinsun – garðaúrgangur sóttur heim.  Dagsetningar fyrir hvert hverfi

Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 2. – 11. maí. Þessa daga verða bæjarstarfsmenn á fullu við hreinsun víðsvegar um Hafnarfjörð og samhliða er skorað á íbúa að taka virkan þátt með því að huga að hreinsun innan sinna lóðarmarka og í sínu nánasta umhverfi. Garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ verður sóttur heim þriðjudaginn 2. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum fimmtudaginn 4. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti miðvikudaginn 11. maí.  Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera búnir að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. Athugið að allur garðaúrgangur þarf að vera í pokum og höfum hugfast að hæfilega þungir pokar auðvelda starfsmönnum hreinsunarstörfin. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins.  Eftir þessar dagsetningar þurfa eigendur og lóðarhafar sjálfir að fara með garðaúrgang til Sorpu. Tilvalið er einnig að safna garðaúrgangi yfir sumartímann saman í safnhaug á góðum stað í garðinum og nýta til moltugerðar. 

GardhreinsunVor2017Dagsetningar

Áskorun til íbúa og fyrirtækja – gámar á þremur stöðum í Hafnarfirði

 

Föstudaginn 5. maí eru starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun. Gámum verður komið fyrir á þremur stöðum í Hafnarfirði og eru gámar einkum hugsaðir fyrir losun á timbri og járni frá fyrirtækjum á hverju svæði fyrir sig. Gámar verða á svæðinu í tvo heila daga – fimmtudaginn 4. maí og föstudaginn 5. maí. 

GamarDagsetningarVor2017

Ábendingagátt