Gefa verðlaunafé til UNICEF

Fréttir

Nemendur Ásheima, 7. SL bekkjar Áslandsskóla, unnu til verðlauna fyrir tóbakslausan bekk 2015, sem haldið er á vegum Landlæknisembættisins ár hvert, og gefa  til UNICEF á Íslandi.

Nemendur Ásheima 7. SL bekkjar Áslandsskóla unnu til verðlauna fyrir tóbakslausan bekk 2015 sem haldið er á vegum Landlæknisembættisins ár hvert.  Þau gerðu fræðslumyndband sem þau kölluðu „Þess vegna ætla ég ekki að reykja” og voru meðal tíu bekkja á landsvísu sem verðlaunuð voru fyrir sitt framtak.

Fljótlega eftir að ljóst var að þau hefðu unnið kom fátt annað til greina en að gefa verðlaunaféð til góðgerðamála og láta þannig gott af sér leiða. UNICEF varð fyrir valinu enda traust samtök sem aðstoða börn víða um heim á markvissan og uppbyggjandi hátt. Krakkarnir ákváðu að láta féð renna til Nepal enda höfðu þau fylgst með fréttum af þeim hörmungum sem yfir þá þjóð dundi í kjölfar jarðskjálfta fyrr á árinu.

 Á skólaslitum Áslandsskóla afhentu nemendur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi; Bergsteini Jónssyni, 110.000 kr. og héldu síðan glöð út í sumarið í þeirri von að létta undir með börnum sem ekki eru að njóta sömu tækifæra og þau hér í Hafnarfirði.

Verðlaunamyndbandið má finna hér:

Myndin er af nemendum Ásheima 7.SL ásamt Bergsteini Jónssyni og kennara sínum.

Ábendingagátt