Gefðu skóladótinu framhaldslíf

Fréttir

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sett upp vettvang til gjafa og endurnýtingar á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð. Nytjamarkaðurinn er öllum ókeypis og opinn á opnunartíma Fjarðar dagana 13. – 26. ágúst.

Leynist á heimili þínu skólataska eða pennaveski sem dreymir um að komast til nýrra eigenda? Er talnagrindin verkefnalaus? Liggja ónotaðar möppur í hillunni eða pennaveski sem enginn er að nota. Liggja verðmæti á lausu sem hægt er að koma í góða nýtingu?
Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sett upp vettvang til gjafa og endurnýtingar á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð. Nytjamarkaðurinn er öllum ókeypis og opinn á opnunartíma Fjarðar dagana 13. – 26. ágúst.

Gefum skóladótinu framhaldslíf. Notað frá þér er nýtt fyrir mér!

Ábendingagátt