Gengið til samninga við AÞ-Þrif

Fréttir

Fjögur gild tilboð bárust þegar Hafnarfjarðarbær óskaði eftir tilboðum í ræstingar fyrir stofnarnir bæjarins og fyrir íbúðir á vegum félagsþjónustu bæjarins á vormánuðum. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 8. júní síðastliðinn að gengið yrði til samninga við AÞ-Þrif ehf sem reyndist með lægsta tilboðið.

AÞ-Þrif ehf. sjá um ræstingar stofnana á tímabilinu
2022-2026

Fjögur gild tilboð bárust þegar Hafnarfjarðarbær óskaði
eftir tilboðum í ræstingar fyrir stofnarnir bæjarins og fyrir íbúðir á vegum félagsþjónustu
bæjarins á vormánuðum. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 8. júní síðastliðinn
að gengið yrði til samninga við AÞ-Þrif ehf sem reyndist með lægsta tilboðið.

AÞ-Þrif ehf. tók við þjónustunni 1. ágúst 2022 

Samningar voru undirritaðir í sumar og tóku AÞ-Þrif ehf. við
þjónustunni þann 1. ágúst síðastliðinn. Samningurinn gildir í 4 ár frá
undirritun. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil boðið út með reglubundnum hætti
stærri þjónustuþætti.  

Ábendingagátt