Gerð menntastefnu Hafnarfjarðar 2020-2030. Þín þátttaka!

Fréttir

Skólaárið 2019-2020 verður unnið að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Hafnarfjörð.  Við gerð stefnunnar er leitað til hagsmunaaðila og annarra eftir athugasemdum og hugmyndum. 

Skólaárið 2019-2020 verður unnið að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Hafnarfjörð. Að henni vinnur stýrihópur sem skipaður er bæjarfulltrúum og starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.  Við gerð stefnunnar er leitað til hagsmunaaðila og annarra eftir athugasemdum og hugmyndum.  Allir áhugasamir deilt hugmyndum sínum og ábendingum í gegnum Betri Hafnarfjörð

Að vaxa, þroskast og menntast í síbreytilegu samfélagi

Mennta- og lýðheilsusvið efndi til fundar um gerð menntastefnu fyrir Hafnarfjörð í Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla með starfsfólki leik- og grunnskólum bæjarins ásamt öðrum áhugasömum og hlutaðeigandi aðilum. Með þessum fundum var fyrsta hluta við vinnu stefnunnar hrundið af stað þar sem hugmyndum um gerð menntastefnum voru kynntar en stefnt er að því að menntastefnan verið unnin í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og aðra sem láta sig menntun hafnfirskra barna varða. Menntastefnan er ætluð fyrir hafnfirska nemendur til 18 ára aldurs og er gerð til næstu 10 ára. Kristín Thoroddsen formaður fræðsluráðs kynnti vinnu sem framundan er við gerð menntastefnu og mikilvægi þess að stefnan sé mótuð í samtali við alla þá sem koma að skólastarfi með einum eða öðrum hætti, hvort það séu nemendur, kennarar, foreldrar eða aðrir aðilar. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent hélt erindi um stefnumótun sem bar heitið „Mótun og innleiðing menntastefnu” og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar  fjallaði um áhersluþætti í menntastefnu og innihald menntunar og að menntastefna stuðli að því að börn fá möguleika á því að vaxa, þroskast og menntast í síbreytilegu samfélagi. 

Ábendingar í gegnum Betri Hafnarfjörð

Í gegnum samskiptavettvanginn „ Betri Hafnarfjörð “ gefst öllum hagsmunaaðilum kostur á að koma hugmyndum og ábendingum á framfæri um gerð menntastefnunnar. Unnið verður að gerð stefnunnar skólaárið 2019 – 2020 með tilheyrandi vinnustofum, fundum og samtali við alla hlutaðeigandi.  Fundir verða kynntir sérstaklega. 

Ábendingagátt