Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn í dag. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins verði komið niður í um 93% í árslok 2023. Útsvarsprósenta verður óbreytt.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn í dag gerir ráð fyrir 1.157 milljóna króna afgangi á A- og B-hluta sveitarfélagsins á næsta ári. Rekstur A-hluta verður jákvæður um 591 milljón króna á árinu 2023 samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði 3,9% af heildartekjum eða 1.697 milljónir króna.
Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðar er góð og er áætlað að skuldaviðmið sveitarfélagsins haldi áfram að lækka og verði komið niður í um 93% í árslok 2023, sem er vel undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Útsvarsprósenta verður óbreytt og dregið verður úr heildarálagningu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði með lækkun á vatns- og fráveitugjöldum. Skattprósenta á atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði er sem fyrr ein sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er afar jákvætt að Hafnarfjarðarbær skili góðum rekstrarafgangi í núverandi umhverfi sem er að reynast mörgum sveitarfélögum krefjandi. Tekist hefur að verja hagsmuni íbúa og sækja fram án þess að skuldsetja bæjarfélagið,” segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. “Óvíða á landinu á sér nú stað jafn mikil uppbygging og í Hafnarfirði og er áætlað að íbúum bæjarins muni fjölga um allt að fjórðung næstu þrjú til fjögur árin. Íbúðarhverfi rísa og stækka með blandaðri byggð í fallegu umhverfi í Hamranesi, Skarðshlíð og Áslandi og þéttingu á eldri svæðum. Samhliða fjölgar fyrirtækjum jafnt og þétt í Hafnarfirði. Það eru einnig ýmis stór verkefni í undirbúningi í bænum eins og þróun miðbæjar og Flensborgarhafnar, fyrirhugaður flutningur Tækniskólans við höfnina, þróun Krýsuvíkursvæðisins og stóraukin umsvif í Straumsvík í tengslum við CodaTerminal. Þessi verkefni munu komast á verulegt skrið á komandi mánuðum og misserum.“
Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins, með heildarútgjöld sem nema um 38,0 milljörðum króna, áætlaðan launakostnað upp á 21,7 milljarða króna og áætlaðan fjármagnskostnað sem nemur um 2,4 milljörðum króna. Árið 2021 var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 709 milljónir króna og árið 2020 jákvæð sem nam 2.264 milljónum króna. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram til seinni umræðu og samþykkt á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar miðvikudaginn 7. desember 2022. Fjárhagsáætlun nær til næsta árs auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2024-2026.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2023
Nokkrar helstu fjárfestingar í nýrri fjárhagsáætlun
Fjárheimild til framkvæmda fyrir árið 2023 er um 7 milljarðar króna. Í áætlun er lögð áhersla á forgangsröðun í þágu grunnþjónustu, svo sem umhverfismála, samgangna, íþróttaaðstöðu, húsnæðis og fráveitumála.
Meðfylgjandi eru fjárhagsáætlun og fylgigögn fjárhagsáætlunar 2023-2026:
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…