Gítarsveit tónlistarskólans tók þátt í jólatónleikum Sinfó

Fréttir

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um nýliðna helgi. Gítarsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru meðal þátttakenda ár en boð um þátttöku í þessum glæsilegum tónleikum þykir mikill heiður og kröfurnar miklar. 

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um nýliðna helgi. Gítarsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru meðal þátttakenda í ár en boð um þátttöku í þessum glæsilegum tónleikum þykir mikill heiður enda kröfur um gæði og góða hæfileika miklar. Gítarsveitin hefur staðið í ströngu við æfingar síðustu daga, vikur og mánuði en hópurinn æfði í fyrsta sinn með sjálfri Sinfóníuhljómsveitinni sl. fimmtudag. 

 

LitliTonsprotinn

 

Sinfó útsetti Gilsbakkaþulu fyrir samspil gítarsveitar og SÍ

Gítarsveit hefur verið starfandi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undanfarin ár og æfir sveitin að jafnaði einu sinni í viku. Það var fyrir rétt um ári síðan að Sinfoníuhljómsveit Íslands hafði samband við skólann og óskaði eftir því að fá gítarsveitina til að spila með á jólatónleikum Sinfó 2020. Ástæðan fyrir þessu boði var að þau höfðu heyrt að það væri öflug gítardeild við skólann. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar þáði að boðið og nú ári á eftir áætlun steig gítarsveitin á svið í Eldborgarsal Hörpu. Sinfó útsetti Gilsbakkaþulu fyrir samspil gítarsveitar og SÍ. Gítarhópurinn, sem telur 20 nemendur, stóð sig frábærlega á tónleikum helgarinnar en fjölgað var í hópnum í aðdraganda og undirbúningi tónleika. Nemendur gítarsveitar eru nemendur Þórarins Sigurbergssonar, Þrastar Þorbjörnssonar og Svans Vilbergssonar, kennara við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. 

SinfoGitarsveit

Tónleikarnir verða sýndir á RÚV á aðfangadag 

Á tónleikunum var flutt syrpa norrænna jólalaga ásamt sígildum söngperlum og eftirlætislögum í flutningi valinkunnra söngvara, þeirra Bryndísar Guðjónsdóttur, Valdimars Guðmundssonar og Kolbrúnar Völkudóttiu ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og táknmálskórnum Litlu sprotunum. Klassískir ballettdansarar dönsuðu við tónlist Tsjajkovskíjs og flautukór ásamt gítarhópi og Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fluttu hugljúfa hátíðartónlist og hringdu inn jólin. Kynnir var trúðurinn Aðalheiður. Tónleikarnir voru teknir upp fyrir Rás 1 og mun RÚV senda þá út í sjónvarpinu á aðfangadag kl. 13:25.

 

Ábendingagátt