Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur síðustu daga og vikur lagst á eitt í því mikilvæga verkefni að halda úti þjónustu sveitarfélagsins sem verður að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Í ljósi alls var ákveðið að gleðja allt starfsfólk sveitarfélagsins með gjafabréfi á góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar þegar yfir lýkur.
Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur síðustu daga og vikur lagst á eitt í því mikilvæga verkefni að halda úti þjónustu sveitarfélagsins sem verður að haldast órofin á öllum viðbúnaðarstigum almannavarna. Þannig hefur mannauðurinn fetað saman óþekktan veg nýrra áskorana sem kallað hafa á endurskoðun og uppstokkun á veittri þjónustu og sveigjanleika í starfi starfsfólks sem mætt hefur verkefnum af miklum dugnaði og æðruleysi. Í ljósi alls var ákveðið að gleðja allt starfsfólk sveitarfélagsins með gjafabréfi á góða skemmtun í hjarta Hafnarfjarðar þegar yfir lýkur.
„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því hvernig starfsfólk sveitarfélagsins fyrirvaralaust brugðist við breyttum aðstæðum og umhverfi sem var okkur öllum óþekkt. Það er þessum hópi að þakka að við höfum náð að halda úti, með óbreyttu eða breyttu formi, allri þeirri þjónustu sem skilgreind er sem samfélagslega mikilvæg“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Starfsfólk fær nú fyrir páska að gjöf frá bænum sínum opið gjafabréf í Bæjarbíó að upphæð 5.000.- kr á tónleika eða skemmtun að eigin vali þegar samkomubanni hefur verið aflétt. „Með þessari gjöf viljum við slá tvær flugur í einu höggi. Gleðja starfsfólkið okkar sem á það sannarlega skilið og leggja okkar af mörkum til að koma menningar- og bæjarlífinu sem við erum svo stolt af, aftur í gang eftir þetta krefjandi verkefni. Það verða líka án efa margir starfsmenn sem kjósa að fara út að borða áður en þeir nýta gjafabréfið og jafnvel kaupa sér eitthvað fallegt til að vera í. Við getum öll farið að hlakka til að skemmta okkur saman og njóta alls þess sem bærinn okkar hefur upp á að bjóða í verslun, þjónustu og afþreyingu,“ segir Rósa.
Það hafa allir lagt á eitt og það er þakkarvert
Sveitarfélagið veitir samfélagslega mikilvæga þjónustu sem má aldrei rofna og hefur mikið mætt á starfsfólki t.d. fjölskyldu- og barnamálasviðs frá því að Covid19 faraldurinn gerði fyrst vart við sig við m.a. endurskipulagningu á félagsstarfi og vinnuúrræðum fyrir fatlað fólk, félagsstarfi eldra borgara til að tryggja virkni þeirra og félagsleg tengsl, heimaþjónustu og starfi barnaverndar við úrlausn mála við nýjar og breyttar aðstæður sem er til þess fallnar að auka kvíða og áhyggjur hjá ákveðnum hópum. Starfsfólk mennta- og lýðheilsusviðs og þar með talið starfsfólk leik- og grunnskóla hefur svo lagst á eitt við að skipuleggja skert skólastarf í takt við tilmæli yfirvalda. Annarri þjónustu; m.a. menningarstofnana og sundlauga, var haldið úti með breyttu formi þar til samkomubann var hert og koma þurfti til lokunar. Starfsfólki þessara starfsstöðva hefur verið falin önnur verkefni auk þess sem ákveðinn hópur er á bakvakt komi til veikinda annars staðar í kerfinu. „Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur í gegnum árin ítrekað sýnt hversu öflugt það er í ólíkum og margvíslegum störfum sínum sem kalla á virka samvinnu. Og ekki síður hversu samstilltur og sterkur hópurinn getur verið þegar á móti blæs. Það hefur sýnt sig nú síðustu daga og fyrir það er ég afar þakklát“ segir Rósa að lokum.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…