Gjafir og hönnun í gullfallegu Strand 49

Fréttir Jólabærinn

„Jólin eru okkar tími,“ segir Klara Lind Þorsteinsdóttir, eigandi verslunarinnar Strand 49 ásamt vinkonu sinni Birnu Harðardóttur.

Jólin lita Strand 49

„Jólin eru okkar tími,“ segir Klara Lind Þorsteinsdóttir, eigandi verslunarinnar Strand 49 ásamt vinkonu sinni Birnu Harðardóttur. Strand 49 er glæsileg gjafa- og hönnunarvöruverslun fyrir alla aldurshópa á  Strandgötu 49 í Hafnarfirði. Verslunin tók við af Álfagulli á árinu og hefur haldið í andann og stækkað.

„Við fórum einnig í Gatsby-rýmið við hliðina,“ segir Klara. „Fólk er ótrúlega áhugasamt um húsið og ljóst að það kemur við hjartað á Hafnfirðingum enda er það friðað. Hér var áður nýlenduvöruverslunin Einarsbúð og nú opnum við á milli rýma eins og þá.“

Já, hús verslunarinnar hefur mikla sögu sem nær allt aftur til ársins 1907. Strand 49 heldur í anda hússins, upplifunin er hlýleg og þar mætast gamli og nýi tíminn gullfallega.

„Jólin er aðaltími verslana og mikið líf í Hafnarfirði. Við hlökkum til að taka á móti fólki með heitt á könnunni og sætan bita á meðan það velur gjafirnar fyrir sitt fólk,“ segir Klara.

 

Klara og Birna reka verslunina Strand 49 við Strandgötu 49. Gullfalleg gjafa- og hönnunarvara sem nýtur sín í friðuðu húsinu.

 

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Nálgast má jólablaðið á öllum okkar söfnum og sundlaugum. Líka í þjónustuveri.
Ábendingagátt