Gjald undir meðalverði

Fréttir

Dagvistunargjald frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar er með því lægra sem gerist yfir heildina, einungis 3.146.- kr frá lægsta gjaldi og 8.669.- kr. frá því hæsta. Meðalverð dagvistunar heilt yfir er 19.402.- kr. á meðan verð Hafnarfjarðarbæjar er 17.311.- kr. 

 

Verðlagseftirlit ASÍ er þessa dagana að kanna verðlagsbreytingar gjaldskráa sveitarfélaganna. Dagvistunargjald frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar er með því lægra sem gerist yfir heildina, einungis 3.146.- kr frá lægsta gjaldi og 8.669.- kr. frá því hæsta. Meðalverð dagvistunar heilt yfir er 19.402.- kr. á meðan verð Hafnarfjarðarbæjar er 17.311.- kr. 

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í upphafi árs breytingar á gjaldskrám fyrir skóladagvistun ásamt hressingu og hádegismat hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Tólf sveitarfélög af fimmtán hafa hækkað hjá sér gjaldskrána fyrir dagvistun með hressingu á milli ára. Á það líka við um Hafnarfjarðarbæ sem hækkaði gjaldskrá sína um 4,5% og er það er í takt við hækkanir á gjaldskrám heilt yfir og þar með í takt við verðlags- og launabreytingar. Hafnarfjarðarbær hækkaði ekki gjaldskrár sínar um áramótin 2014-2015 og er í ár, þrátt fyrir hækkun, með næstlægstu gjöld fyrir skóladagvistun á stórhöfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélagið er í 7 sæti af 15 á yfirliti yfir sveitarfélögin, yfirliti sem byggir á stigvaxandi röðun gjalda fyrir þjónustuna. 

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ASÍ eða hér

Ábendingagátt