Gjaldtaka hefst á rafhleðslustöð við Fjörð 4. júní

Fréttir

 Við opnun á stöð í október 2017 var tilkynnt að í fyrstu yrði hleðslan ókeypis og gert ráð fyrir mögulegri gjaldtöku á síðari stigum. Á þessum þremur árum hafa rúmlega 11.000 bílar nýtt sér hleðslustöðina. Gjaldtaka hefst 4. júní 2021.

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti þann 8. apríl 2021 og bæjarstjórn þann 14. apríl 2021 tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. febrúar 2020 um að
leggja á gjald vegna notkunar rafhleðslustöðvar við Fjörð.  Við opnun á stöð í október 2017 var tilkynnt að í fyrstu yrði hleðslan ókeypis og gert væri ráð fyrir mögulegri gjaldtöku á síðari stigum.  Á þessum þremur árum hafa rúmlega 11.000 bílar nýtt sér hleðslustöðina.  Gjaldtaka hefst 4. júní 2021.

Gjaldskrá fyrir hraðhleðslustöð 

Hraðhleðsla (DC) verð pr. kWst. 20 kr.
Hraðhleðsla (DC) verð pr. mínúta 19 kr. *
Hæghleðsla (AC) verð pr. kWst.  20 kr.
Hæghleðsla (AC) verð pr. mínúta 

2 kr. *

* Ekkert tímagjald er fyrstu 20 mínúturnar  

Stöðin er tengd hugbúnaðarkerfi Ísorku

Stöðin er hraðhleðslustöð fyrir rafbíla og er staðsett við verslunarmiðstöðina Fjörð. Hún er 50 kílóvött í hraðhleðslu og 22 kílóvött í hæghleðslu. Stöðin er tengd við hugbúnaðarkerfi Ísorku þannig að notendur hennar geta fylgst með eigin raforkunotkun á www.isorka.is og gegnum Ísorku-appið. 

Ábendingagátt