Hraun Vestur – Gjótur

Fréttir

Deiliskipulagsbreyting

Breyting á deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði
Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. 15.5. 2018.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 29. 05. 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði, Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. í skipulags og byggingarráði 15.5. 2018. Landnotkun svæðisins er ÍB2 samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Í deiliskipulagsbreytingunni felst heimild til þróunar á íbúðar og þjónustuhúsnæði á reitnum.

Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og
skipulagssviði Norðurhellu 2, frá 4. júlí til 23. september 2019. 

Tillögur er hægt að skoða hér:

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagsþjónustu. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu. Athugasemdafrestur hefur verið framlengdur til 23. september 2019.

Ábendingagátt