Glæsilegar hátíðir 4. bekkja

Fréttir

Litla upplestrarkeppnin er fimm ára í Hafnarfirði en núna standa yfir lokahátíðir í 4. bekkjum grunnskóla.

Aprílmánuður er sá tími sem vorið heilsar okkur og er óhætt segja að vorboðinn hjá yngri nemendum í grunnskólunum birtist í lokahátíðum Litlu upplestrarkeppninnar.  Á hverjum morgni fyllast stofur og salir grunnskólanna af áhugasömum foreldrum og öðrum góðum gestum sem eru mættir til að hlusta á nemendur í fjórða bekk flytja texta og ljóð og spila á hljóðfæri af listfengi.  Um er að ræða uppskeruhátíðir en verkefnið fer árlega af stað á degi íslenskrar tungu í nóvember á sama tíma og Stóra upplestrarkeppnin í sjöunda bekk er formlega sett en því verkefni lauk í mars.

Lokahátíðir Litlu upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði eru 15 þetta vorið en verkefnið byrjaði fyrir fimm árum síðan en breiðist hægt og hljóðlega út um landið og í ár taka 60 skólar þátt víðs vegar um landið.

Ábendingagátt