Gleðileg vika 6 fyrir ungmenni að enda 

Fréttir óflokkað

Mikilvægi kynheilbrigðis og kynfræðslu fyrir börn og ungmenni var viðfangsefnið í Viku 6 í skólum bæjarins. Skólar, félagsmiðstöðvar, ungmennahús og bókasöfn í Hafnarfirði taka virkan þátt í vikunni til að vekja athygli á kynheilbrigði með fjölbreyttum hætti. 

Vika 6 er sjötta vika ársins og hefur fest sig í sessi

Áherslu á mikilvægi kynheilbrigðis og kynfræðslu fyrir börn og ungmenni hefur verið viðfangsefnið nú í vikunni sem nefnist Vika 6 í skólum bæjarins. Skólar, félagsmiðstöðvar, ungmennahús og bókasöfn í Hafnarfirði taka virkan þátt í vikunni til að vekja athygli á kynheilbrigði með fjölbreyttum hætti. Þemað í Viku 6 í ár er samskipti og sambönd.

Hafnarfjörður hefur tekið mikilvæg skref í átt að bættu kynheilbrigði og jafnrétti í gegnum innleiðingu alhliða kynfræðslu og kynjafræðikennslu í grunnskólum bæjarins. Innleiðing hófst í haust í 8. til 10. bekk, ásamt því að þróuð hefur verið sérstök námsskrá sem sem felur í sér hæfniviðmið fyrir 1. til 10. bekk. Þessi áhersla á kynfræðslu er lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag og hefur mikið forvarnagildi. 

Mikilvægt að efla kynheilbrigði í forvarnarskyni

  1. Heilsuvernd og forvarnir: Efling kynheilbrigðis stuðlar að betri heilsuvernd, sérstaklega í forvörnum gegn kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. 
  1. Aukin þekking og skilningur: Fræðsla um kynheilbrigði veitir ungu fólki nauðsynlega þekkingu og skilning á eigin líkama, kynvitund og kynlífi. 
  1. Heilbrigð samskipti: Að læra um kynheilbrigði felur í sér mikilvæga fræðslu um samþykki, mörk og heilbrigð samskipti, sem eru grundvallaratriði í öllum samböndum. 
  1. Dregið úr neikvæðum áhrifum kláms: Með réttri fræðslu er hægt að draga úr neikvæðum áhrifum kláms á ungt fólk. 
  1. Geðheilbrigði og sjálfsmynd: Skilningur og heilbrigt viðhorf til kynlífs og kynheilbrigðis hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði og sjálfsmynd einstaklinga. 
  1. Minna um kynferðisofbeldi: Fræðsla um kynheilbrigði getur dregið úr tíðni kynferðisofbeldis og áreitni með því að kenna um samþykki og mörk. 

Nokkrar niðurstöður nýjustu kannanna: 

  • Úr nýrri könnun sem gerð var á haustmánuðum kemur fram að 52% stúlkna í 10. bekk í Hafnarfirði hafa verið beðnar um að senda ögrandi mynd eða nektarmynd af sér og 15% stráka. Aðeins 5% stúlkna og 6% stráka hafa beðið um slíka mynd (rannsóknir og greining – könnun 2023) 
  • Í íslensku æskulýðsrannsókninni heildarniðurstöðum kemur fram að 46% barna í 10. bekk. hafa einhvern tímann á ævinni fengið óumbeðin klámfengin skilaboð (Íslenska æskulýðsrannsóknin – heildarniðurstöður) 
  • Við sjáum að með vitundarvakningu og fræðslu fækkar þeim sem horfa á klám (Rannsóknir og greining – könnun 2023). 

*Plakatið er gefið út af Reykjavíkurborg í tilefni af VIKU6 

 

Ábendingagátt