Gleðilegan öskudag!

Fréttir

Það hefur verið góður og gleðilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Hafnfirskir skólar útfæra sína dagskrá.

Gleðilegan öskudag!

Það hefur verið góður og gleðilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan  í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Fyrir okkur fullorðna fólkið er afar ánægjulegt að sjá þessa litlu og aðeins stærri gullmola syngja og leika sér, sér og öðrum til mikillar gleði bæði innan skólanna yfir skóladaginn og jafnvel um bæ allan eftir skóla. 

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar, Hafnarborg og Bókasafn Hafnarfjarðar tekur fagnandi á móti syngjandi glöðum börnum og ungmennum eftir skóla auk þess sem Bæjarbíó hefur ákveðið að hafa opið hús fyrir syngjandi glaða hópa og einstaklinga.  Heyrst hefur að starfsfólk Bæjarbíós stefni á að setja upp lítið svið  á svæðinu svo söngglaðir Hafnfirðingar geti troðið upp í Hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan öskudaginn.

Öskudagur í nærumhverfi – skertur dagur í skólum

Hafnfirsk börn upplifa öskudagsskemmtun í sínu nærumhverfi í Hafnarfirði í ár líkt og fyrri ár og um að ræða fyrirkomulag sem tekist hefur mjög vel. Í grunnskólum í Hafnarfirði er í flestum, ef ekki öllum,  tilfellum skertur dagur og skólastarfið brotið upp með skemmtilegheitum þar sem hver skóli, frístundaheimili og félagsmiðstöð fyrir sig útfærir sína dagskrá. 

Engin skipulögð dagskrá er í miðbænum en án efa einhverjar búðir og aðrir staðir sem taka vel á móti syngjandi sveinum og meyjum.

Afhverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?  Sjá upplýsingar á Vísindavefnum

Ábendingagátt